Evruumræðan er með ólíkindum þessa dagana. Sendinefnd er í Brussel að ræða við embættismenn um það hvort Íslendingar geti tekið upp Evruna án þess að ganga í Evrópusambandið. Annar formaður nefndarinnar ýjar að því að ekki sé alveg að marka þær samræður því að stjórnmálamenn hljóti að lokum að taka ákvörðun um hvort Íslendingar megi taka upp Evruna.
Þótt ákvarðanavaldið sé stjórnmálamannanna verður að segja hverja sögu sem er. Ákvæðin um skilyrði þess að ríki taki upp sameiginlegan gjaldmiðil Evrópusambandsins eru svo skýr miðað við margt annað sem frá sambandinu kemur að að menn ættu vart að velkjast í vafa um að Íslendingar þurfi að ganga í Evrópusambandið til þess að geta fengið þetta efnahagslega náðarmeðal. Íslenskir stjórnmálamenn eru einatt illa að sér í íslenskum lögum. Ætli starfsbræður þeirra hjá EES séu betur staddir gagnvart eigin lögum?
Í gær var í Spegli Ríkisútvarpsins rætt við Daniel Gross, yfirmann hjá EES sem þekkir vel hagkerfi smáríkja. Sagði hann hreint út að Íslendingar gætu tekið einhliða upp Evru ef þeir ákvæðu það. Sagði hann frá reynslu Svartfellinga og hvernig þeim hefði reitt af. Verðlag í landinu hefði verið stöðugt vegna þess að ríkisstjórnin gæti ekki prentað seðla til þess að standa undir verðbólgunni.
Tækju ´´Íslendingar upp Evruna er ég hræddur um að harðnaði heldur á dalnum hjá launþegahreyfingunni og henni gengi illa að rétta hlut fólks.
Miðað við núverandi hagstjórn og aðstæður sé ég ekki að verðlag lækkaði hér á landi og hætt er við að verðbólgan yrði söm og jöfn og áður. Í fljótu bragði séð myndi gengið skekkjast og Íslendingar í raun verðfella eigið atvinnulíf gagnvart sjálfum sér. Bendi ég mönnum á að lesa sér til skemmtunar blogg Egils Jóhannssonar um það hvernig hefði hugsanlega farið fyrir Íslendingum í Evrusamstarfi og með óbreytta, íslenska hagstjórn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 24.9.2008 | 08:18 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 319700
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.