Jóhann R. Benediktsson hrekst úr starfi

Jóhann R. Benediktsson átti sjálfsagt ekki annarra úrkosta völ en að segja af sér embætti. Það er leitt að svo skyldi fara og ekki er ég viss um að ábyrgðin sé hans.

Keflavíkurflugvöllur er orðin ein af meginlandamærastöðvum Evrópu eftir að Íslendingar ánetjuðust Schengen-samningnum. Margoft hefur komið fram í máli þeirra sem starfa á vellinum að fjármagn til viðbúnaðar vegna aukinnar ásóknar sé ekki í samræmi við þarfir.

Íslenskum stjórnvöldum er oft lagið að efna til lagasetningar sem hafa aukin útgjöld í för með sér og ekki er ævinlega hugsað fyrir því að útvega það fé sem þarf. Hræddur er ég um að þetta sé mergurinn málsins og ekkert sparist þótt Björn, sem sumir segja að sé frændi minn, endurskipuleggi embætti lögreglustjórans frá rótum og skipti því fleiri deildir.

Björn er mikils virtur verkstjóri víða. Þó held ég að hann hafi nú skotið yfir markið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband