Ísland og Austur-Þýskaland

Það var grimmur tónn í leiðurum dagblaðanna í morgun. Seðlabankinn er nú skammaður fyrir aðgerðaleysi sem komi nú þjóðinni í koll. DV telur að afglöp af Halldóri Ásgrímssyni að hafa skipað Davíð Oddsson seðlabankastjóra. Ég held að það hljóti jafnan að era mistök að fyrrum forsætisráðherra setjist í þetta sæti. Að því hníga óteljandi rök sem ekki verður vikið að hér þessu sinni.

Þótt ýmislegt megi finna formanni bankastjórnar Seðlabankans til foráttu efast ég þó vart um að sú ráðstöfn að þjóðnýta Glitni hafi verið sú besta í stöðunni. Hins vegar má deila um hort ekki hhefði verið hægt að grípa fyrr til vissra ráðstafana sem hefðu betur tryggt hag landsmana.

Lánshæfiseinkunn Íslendinga hefur versnað úr öllu hófi og því væntanlega orðið enn erfiðara að fá hagstætt lán en áður. Bjartsýni ráðamana hefur þannig komið þeim í koll og engin viðbragðsáætlun var tilbúin. Þannig hefur Seðlabankinn í raun sýnt hvað hann er handónýt stofnun.

Það læddust að mér ýmsar hugsanir áður en ég sofnaði í gærkvöld. Það var farið að snjóa. Það þýddi aukinn kostnað sveitarfélaganna og vaxandi olíunotkun. Skyldu Íslendingar geta keypt olíu vegna gjaldeyrisskorts? Það er í raun undarlegt að eiga nóg til hnífs og skeiðar en geta ekki greitt fyrir nauðsynjar vegna skorts á lausafé. Síðan heyri ég haft eftir forstjóra eins olíufélaganna í landinu að komið geti til olíuskorts.

Ég rifjaði upp með sjálfum mér þegar Austur-Þjóðverjar héldu uppi sjálfstæðum gjaldeyri sem enginn tók mark á. Landsmenn voru jafnvel tilbúnir að kaupa vestur-þýsk mörk á 13 földu gengi. Sjálfur hafði ég aldrei brjóst í mér til að stunda slík viðskipti og keypti austur-þýsk mörk á fjórum sinnum minna gengi en skráð var og þótti austur-þýskum kunningjum mínum þetta fásinna.

Á 8. áratugnum var ástandið þannig og reyndar lengur að Íslendingar keyptu gjaldeyri á svörtu til þess að geta fjármagnað ferðir sínar erlendis, nauðsynleg innkaup eða jafnvel til að spara. Þá voru í gildi gjaldeyrishöft. Algengt var að menn greiddu gjaldeyriseigadanum 15-50% álag, allt eftir því hvað þeir þekktu miðlarann vel. Getur verið að við eigum eftir að upplifa þessa stöðu á ný?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband