Hjólreiðar og lóan

Í morgun heyrði ég í fyrsta sinn á þessu vori dýrðarsöng lóunnar. Við hjónin fórum hjólandi á vinnustað Elínar. Hitinn var við frostmark, sólskin og logn. Það tók okkur 26 mínútur að hjóla héðan að heiman upp í Öskjuhlíðarskóla. Hvort tveggja er að við erum ekki nógu vel á okkur komin eftir veturinn og hjólið er enn á nagladekkjum og því þyngra að stíga það. Mér virðist sem naglarnir dragi úr hraða sem nemur um ¼ og verður því að segjast sem er að naglar þýða mun meiri orkueyðslu. Hins vegar tryggja þeir betur öryggi hjólreiðamanna.

Í gærkvöld hjóluðum við hjónin hinn svokallaða Loftleiðahring, en samgöngumannvirki eru nú sem óðast að færast í viðunandi horf eftir miklar framkvæmdir við Hringbrautina. Þó skýtur afar skökku við að á einum stað skuli þurfa að fara niður tvö þrep til þess að komast á nothæfan reiðhjólastíg. Þótt hrósa megi Reykjavíkurborg fyrir úrbætur í málefnum hjólreiðamanna verður að segja hverja sögu sem er. Víða vantar úrtökur í gangstéttir, sem nýtast jafnt fólki í hjólastólk hjólreiðamönnum og fólki með barnavagna. Þá liggja ýmsir stígar í alls konar krákustígum og lítið gert til þess að draga úr bröttum brekkum sem eru mörgum hjólreiðamanninum til mikils trafala. Má þar sem dæmi nefna stíginn á milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar, en langflestir hjólreiðamenn forðast hann.

Þá er sá meginmiskilningur ríkjandi á meðal umferðarfræðinga að umferð gangandi og hjólandi vegfarenda fari ssaman, en svo er ekki. Hjólreiðamenn eru víðast hvar réttlausir og merkt rein á göngustífunum allt of mjó.

Þar sem umferð hjólreiðamanna er sem mest ætti hiklaust að aðskilja umferð þeirra frá gangandi vegfarendum. Það yrði öllum til hagsbóta.

Íslendingar! Förum nú að ráðum Halldórs Ásgrímssonar og byrjum að spara. Hjólið eða gangið í vinnuna. Ef þið getið það ekki, nýtið ykkur ´þá almenningssamgöngur þar sem þær eru fyrir hendi! Styrkjum nú Framsóknarflokkinn í þeirri viðleitni að heimilin nái endum saman:)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband