Sjónvarpið og Framsóknarflokkurinn

Það gladdi mig þegar ég heyrði að fréttir Ríkissjónvarpsins voru þýddar á táknmál. Það þyrfti að verða daglegur atburður.

Ræða Guðna Ágústssonar vakti athygli mína öðrum ræðum fremur. Þar sagðist hann hafa margvarað við ástandinu. Ég man þó ekki betur en að Framsóknarflokkurinn hafi verið í stjórn þegar bönkunum var gefinn laus taumurnn og þeir í raun gefnir. Framsóknarmenn tóku svo þátt í útrás og skuldsetningu bankanna af heilum hug ásamt öðrum fjárglæfraævintýrum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt og satt. Til viðbótar, hvaða viðskipta- og bankamálaráðherra skyldi það nú hafa verið sem gekk hvað vaskast fram við einkavinavæðinguna á sínum tíma? Gæti nokkuð verið að hann heiti Finnur Ingólfsson? Sem átti síðar eftir að maka krókinn gríðarlega með ýmsum skrítnum transaktionum?

Bóndi (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 06:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband