Þessi rómsterki fræðaþulur hefur um langan aldur sett sterkan svip á mannlífið hér á landi. Hvar sem hann fer taka menn eftir honum. Maðurinn lumar hvorki á skoðunum sínum né talar lágt. Þá heyrist hlátur hans um þétt skipaða sali hversu stórir eða fjölmennir sem þeir eru. Má vænta þess að hann geti vart hlegið í nýja tónlistarhúsinu án þess að hvert mannsbarn heyri hláturinn.
Jón hefur lengi ausið úr brunni íslenskrar sagna- og þjóðlagahefðar og hafa Íslendingar notið þess í ríkum mæli. Honum hefur betur tekist en flestum öðrum að heilla þjóðina með frumsömdum lögum og útsetningum þjóðlaga. Þá hafa tónverk hans einatt verið með þjóðlegum blæ.
Við Jón kynntumst árið 1974, en þá var óperan Þrymskviða sýnd í Þjóðleikhúsinu. Ég fór í leikhúsið með blendnum huga því að dómar um óperuna voru misjafnir. Við fyrstu tónana, einfalda og taktfasta, djúpar raddir karlakórsins og vaxandi þátttöku hljómsveitarinnar, fékk ég eins konar menningaráfall. Ég gerði mér heinlega ekki grein fyrir því hvað gerðist innra með mér. Ég varð uppnuminn og kleip félaga minn, sem sat mér á vinstri hönd, í lærið og hvíslaði: Heyrirðu að þetta er sprottið úr íslenskri þjóðarsál?
Svo fór að ég sótti þrjár eða fjórar sýningar á Þrymskviðu og bauð jafnan með mér einhverjum, helst fólki sem ég hafði ekki hitt lengi og varð á vegi mínum. Ég hefði sjálfsagt farið á síðustu sýninguna hefði kona nokkur, sem vísaði mér til sætis, ekki spurt hvort ég hefði ekki séð þessa óperu áður. Ég var og hégómlegur og ungur til þess að standast þessa spurningu.
Ég lærði óperuna næstum utan að og enn raula ég fyrir munni mér kafla úr henni eða gleð nágranna mína með því að leika eigin útsetningar á einstökum þáttum eða aríum.
Galdra-Loftur er önnur ópera Jóns sem sýnd var í Íslensku óperunni árið 1996. Hún er mjög ólík Þrymskviðu og erfitt að bera verkin saman. Þar er einnig margt ágætra laglína sem hrifu hugann.
En aftur að Þrymskviðu. Föstudag nokkurn síðla í júní árið 1974 var fremur lítið að gera í Heildverslun Ásbjörns Ólafssonar. Klukkan var 13:00 og nær vonlaust að hringja til kaupmanna að bjóða þeim vörur. Ég herti upp hugann og hringdi í Jón. Kynnti ég mig og hóf upp mikinn fyrirlestur um tilurð Þrymskviðu. Lauk honum eftir nokkra stund með því að ég hélt því fram að sköpunartími óperunnar væri ekki undir þúsund árum.
Jón hafði hlustað þolinmóður allan tímann en greip nú af mér orðið og sagði af miklum móð að í raun hefði hann ekkert gert nema að raða saman textum og semja tónlist. Eftir þetta höfum við verið kunningjar og hefur hann frætt mig um ótal margt.
Lítil menningarsvæði eins og hið íslenska, eiga oft erfitt með að miðla hugverkum listamanna til þegna sinna. Með nútímatækni ætti sá vandi að vera að nokkru leystur. Full ástæða er til að Ríkisútvarpið geri Þrymskviðu, Galdra-Loft, horna-, Celló- og trompetkonserta Jóns aðgengilega ásamt fleir verkum. Einnig er ástæða til að Þrymskviða verði nú rifjuð upp og sviðssett að nýju.
Ég hef minnst á það á síðum þessum að Þrymskviða var hljóðrituð á vegum Ríkisútvarpsins og útvarpað á sumardaginn fyrsta árið 1977. Er ekki ráð að gleðja hlustendur með því að endurflytja óperuna?
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.