Þotuliðið, dylgjur eða yfirhilmingar

Í Morgunblaðinu í dag eru nokkrar greinar um fjármálafárviðrið. Einn greinarhöfundur varar við nornaveiðum. Kristján L. Guðlaugsson, blaðamaður og sagnfræðingur, gerir hins vegar að umræðuefni meintar tilraunir íslenskra fjármálamanna til þess að koma fé úr landi með öllum tiltækum ráðum.

Einhvern veginn skynja ég að Kristján viti meira um þessi mál en hann lætur í veðri vaka. Forsætisráðherra hélt því fram á blaðamannafundi í gær að hugsanlegir fjármagnsflutningar frá Bretlandi til Íslands yrðu rannsakaðir og kannað hvort þeir væru óeðlilegir. Boðaði hann refsingar þeim sem hefðu brotið lög.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Já, ég hef fundið fyrir þessu hjá nokkrum sem ég hef talað við undanfarna daga.

Hvað hafa nornaveiðar með það að gera að draga menn til ábyrgðar fyrir að gera þjóðina gjaldþrota.

Ef einhver brýst inn í banka og rænir hann fer viðkomandi á Litla hraun og eyðir þar nokkrum árum.

Ef einhverjir menn kaupa banka og ræna þá og að auki aleigu Íslendinga næstu 15 árin, þá eru það nornaveiðar.

Er ég að missa af einhverju?

Guðbjörn Guðbjörnsson, 11.10.2008 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband