Dómstóll götunnar

Batnandi manni er best að lifa. Nú skrifar ritstjóri DV leiðara þar sem hann varar menn við lögmálum dómstóla götunnar og nefnir sérstaklega hvernig þeir, sem sátu áður við kjötkatla Björgúlfs Guðmundssonar, ráðast nú að honum.

Þessi leiðari gladdi mig. Ástæðan var sú að DV hefur oft farið offari í sleggjudómum sínum um menn og málefni og þá hvorki skeytt um heiður, sóma né sannindi.

Það er ævinlega ítilmannlegt að sparka í liggjandi mann. Þeir sem eru útrásarvíkingunum hvað reiðastir hygg ég að óski ekki eftir neinum sýndarréttarhöldum eða aftökum án dóms og laga. Þeir vilja flestir láta kanna hvað olli því hvernig fór og hvort tilteknir einstaklingar beri þar ekki einhverja ábyrgð. Þegar fréttir berast síðan af því að menn hafi rokið til og sent milljarða úr landi og juku þannig enn á gjaldeyrisvandræðin hljóta einnig að vakna spurningar um siðferði og raunverulegan vilja þeirra sem áttu hlut að máli til að aðstoða við uppbygginguna sem framundan er.

Morgunblaðið vekur athygli á einum þætti þessa máls, því að einhver íslensk fyrirtæki reyni nú að koma gjaldeyri sem þau afla í örugga höfn erlendis. Eins og á stendur er það hið versta tilræði við allt þjóðarbúið. Hættan er einmitt þetta samstöðuleysi sem oft birtist á meðal Íslendinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband