Breytt staða varnarmála

Í Morgunblaðinu kemur fram í dag að Bretar eigi að verja okkur í desember. Spyr blaðið hvort það geti talist eðlilegt? Við erum skilgreindir hryðjuverkamenn og Bretar eru eigingjarnir heimsvaldasinnar (skoðun mín).

Nú vænta margir þess að eitthvað gott komi út úr þeim vanda sem við erum stödd í. Hvernig væri að brydda upp á nýskipan öryggismála á norðurslóðum. Ísland sækist eftir vernd nokkurra ríkja: Norðurlandanna, Rússlands og Kanada. Þar með yrði viss einangrun Rússa rofin og nýr grunnur lagður að betri heimsskipan. Verði forseta Íslands falið að vinna þessum hugmyndum brautargengi enda á hann vini víða.

Reynsla okkar af Bretum er löng og oft slæm. Bandaríkjamenn sviku meira að segja Davíð vin sinn í tryggðum og fóru þegar þeim hentaði. Ekki grét ég þann flutning eins og Garðar Harðarson frá Stöðvarfirði, þegar Guðjón Smári, framkvæmdastjóri á Stöðvarfirði, flutti brott af staðnum. Orti þá Garðar í raunum sínum þessa harmi þrungnu rímspellsvísu:

"Í dag við grátum Guðjón Smára,

genginn burt til Norðfjarðar.

Hrynja af hvörmum tonnin tára

er tætir hann upp Oddsskarðið."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband