Ágætur dagur

Í morgun fórum við Ólafur Egilsson að hitta sendinefnd frá Shanghai. Fræddi Ólafur nefndarmenn af stakri snilld um íslensk þjóðfélagsmál og hlaut góðar viðtökur fyrir.

Anna María Sveinsdóttir, opinber fylgikona mín, heimsótti okkur í morgun. Eftir hádegi renndum við hjónin okkur á Orminum bláa hring á Nesinu og héldum síðan út í Bónus að ná okkur í rjómaís og sitthvað fleira gott fyrir kvöldið, en þá var von á gestum. Einn þeirra, Birgir Þór, Árnason, varð eftir og gistir nú hjá ömmu og afa. Hann er orðinn svo stór að hann sefur nú á dýnu í stað barnarúms sem hann komst ekki sjálfur upp úr. Svona líður tíminn. Bróðir hans, unglingurinn Hringur, gisti hjá okkur í fyrri nótt. Alltaf er jafngott að vita þá bræður alla þrjá hé rí húsinu.

Það var fremur svalt að hjóla úti í dag enda sýndi mælirinn á hjólinu 3-4 stig. Gott var það þó.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband