Fremur óspennandi framhaldsleikrit

Í dag var fluttur fjórði þáttur leikritsins "Dauði trúðsins" sem gert er eftir sögu Árna Þórarinssonar.

Ég hef fylgst með leikritinu frá upphafi. Því er ágætlega leikstýrt og margt vel gert. Þó eru nokkrir smáhnökrar sem stafa e.t.v. af því að leikhljóðasafn Ríkisútvarpsins vantar viðeigandi leikhljóð. Sem dæmi má nefna að þegar tvær manneskjur ganga saman og spjalla heyrist einungis skóhljóð annarrar og sama skóhljóðið er notað inni sem úti. Það rýrir gildi leikmyndarinnar.

Söguþráðurinn er eins og Don sem streymir áfram lygn. Ekki tekst höfundi að ná upp neinni spennu. Það er einhvern veginn orðið afskaplega óspennandi að vita hvers vegna þær Viktoría og Pálína Halldóra voru drepnar. Ég ætla nú samt að hlusta á síðasta þáttinn. Kannski verður þá lokadómur minn annar og betri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband