Ég hef öðru hverju staðið frammi fyrir samvisku minni sem hefur varpað fram áleitnum spurningum um Ísland og Evrópusambandið. Minn innri maður hefur orðið að viðurkenna að Íslendingar hafi sótt ýmsan rétt til sambandsins. Á ég þá einkum við ýmis félagsleg réttindi svo sem í málefnum fatlaðra, aldraðra og réttindi verkafólks.
Ég minnist þess að þegar reynt var að fá íslensk stjórnvöld til að innleiða tilskipun Evrópusambandsins um bann gegn mismunun vegna uppruna, aldurs, kynferðis, kynhneigðar og fötlunar, reyndist það gersamlega ókleift. Hvorki Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu Davíðs Oddssonar né Framsóknarflokkurinn undir forystu Halldórs Ásgrímssonar og Guðna Ágústssonar ljáðu máls á því. Sagt var að Vinnuveitendasambandið hefði verið þar óþægur ljár í þúfu.
Mér er ekki algerlega kunnugt um hvernig þessum málum hefur þokað en ég held að Sjálfstæðisflokkurinn hafi látið af andstöðu sinni gegn þessu máli og Framsóknarflokkurinn sveiflast oftast eftir almenningsálitinu ef hann á ekki ráðherrastóla að verja.
Í því ástandi, sem nú ríkir, er ekki óeðlilegt að Íslendingar leiti eftir samningaviðræðum við Evrópusambandið um inngöngu Íslands. Verði samningar ásættanlegir fær þjóðin væntanlega að skera úr um framhaldið. Það ætti ekki að skipta neinu máli hvort Davíð Oddson sé sáttur við slík málalok. Hann er ekki lengur í ríkisstjórninni og er einungis sem hver annar flokksmaður.
Ég get ekki sagt að ég sé hrifinn af öllum tiltækjum Davíðs og einatt elduðum við grátt silfur saman á liðnum árum. Annað veifið áttum við þó góð samskipti og ég hef jafnan hrósað honum fyrir það sem mér þykir honum hafa vel tekist. Hins vegar finnst mér afleitt ef svo er komið að Davíð sé eitt helsta vandamál þjóðarinnar. Slíkt getur vart stafað af öðru en því að einhverjir í forystu Sjálfstæðisflokksins séu hræddir við hann.
Þetta sýnir betur en flest annað hversu heimskulegt það er að skipa fyrrum forsætisráðherra í eitt af valdamestu embættum þjóðarinnar. Hvað líður embættinu um Seðlabankann sem mbl.is sagði frá í vor, en þar var haft eftir Bjarna Harðarsyni, einum sannorðasta Íslendingi sem ég þekki, að gert væri ráð fyrir því í frumvarpinu að "Skáldið færi á eftirlaun"?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 19.10.2008 | 20:31 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 319767
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Efnahagsástandið er allt mér að kenna.
Ég sem þjóðfélagsþegn í þessu landi hef verið sofandi á verðinum gegn spillingu og sjálftöku úr ríkiskassa mínum.
En nú er komið nóg.
Ég hvet alla að hafa samband við alla til þess að sýna ráðamönnum þessarar þjóðar fyrir hverja þeir vinna.
Við getum ekki sofið lengur og hugsað þetta reddast, aðgerða er þörf núna.
Við öll erum þjóðin ,við öll berum ábyrgð á íslandi sínum ábyrgð og mætum öll á Austurvöll
Laugardaginn 25 Oktober KL15:00
Sýnum styrk okkar og samstöðu, komum út úr holunum og mótmælum öll
Æsir (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.