Kompás Stöðvar tvö og Hrafnaþing ÍNN

Ég vissi ekki að á stafrænu endurvarpi Símans næði ég Stöð tvö. En í kvöld rakst ég á vel gerðan þátt um íslensku útrásina. Þar var snilldarlega tekið á ýmsum hlutum, margt rifjað upp og skemmtilega fléttað saman. Helsti hlutdrægir þóttu mér þó þáttargerðarmennirnir og var augljóst að þeir höfðu hina mestu skömm á flestum útrásarvíkinganna og vart að ósekju.

Ingvi Hrafn Jónsson hafði auglýst Hrafnaþingið sitt og Jón Ásgeir og hlustaði ég því næst á það. Mér þótti hann ná ásættnalegum árangri og leyfði hann Jóni að flytja mál sitt. Að því leyti stóð hann sig betur en Egill Helgason fyrir rúmri viku enda sagði Ingvi Hrafn mér að hann vildi komast hjá því að æsa viðmælendur sína upp..

Kannski ég hætti þessu bloggi bráðum og fái mér fjárfesti til þess að leyfa mér að stofna sjónvarpsstöð. Mig hefur jafnan langað til að vinna hjá sjónvarpi en aldrei fengið að spreyta mig. Þó er ég viss um að ég yrði orkuríkur sjónvarpsmaður og myndatökumennirnir fengju svo sannarlega að leika lausum hala.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband