Ætli Sjálfstæðisflokkurinn klofni?

Ég hitti áðan þekktan Íslending, sem hringsnýst í erli athafnalífsins og kemur víða við. Hann hefur verið vildarvinur Davíðs Oddssonar en hefur nú snúið við honum baki og kallar hann óþurftamann sem aldrei hefði átt að setjast að í Seðlabankanum. Sagði hann að í landinu væru nú tvær ríkisstjórnir, önnur í stjórnarráðinu og hin í Svörtu loftum.
Hann bætti því við að nú væri svo komið að enginn tryði seðlabankastjóranum lengur og ástandið væri mun verra en komið hefur í ljós. Þú mátt vera viss um, sagði hann, að aðeins brot af allri vitleysunni er komið upp á yfirborðið.
Við tókum dálitla rispu um Jón Ásgeir og bankana. Niðurstaðan var sú að þrátt fyrir allt stæði mikill atvinnurekstur undir því sem Jón Ásgeir aðhefðist en bankarnir byggðust á pappír ef það eru þá ekki einungis rafeindir sem breytt er í pappír.
Já, svona er nú umræðan.
Eitt er víst. Á vori komanda þarf Sjálfstæðisflokkurinn að taka afstöðu til nokkurra álitamála og því er mér spurn hvers vegna ekki sé boðað til flokksþings fyrr en áætlað var.
Að lokum: Hlustið á hljóðpistil Péturs Gunnarssonar á mbl.is um dómsdag og aðra daga. Hann olli því í morgun að ég tók að hugsa aldrei þessu vant. Líkindin með vorum tímum og hruni þjóðveldisins eru ótrúleg, enda halda margir því fram að Sturlungaöld hin nýja hafi byrjað með tilurð kvótakerfisins (eins og rakið hefur verið á þessum síðum) og útrásin hafi verið í beinu framhaldi af því.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vigfús Davíðsson

Það ætla ég svo rétt að vona . Og í fram haldi af því , verði hann lagður niður .

Vigfús Davíðsson, 21.10.2008 kl. 13:47

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sjálfstæðisflokkurinn líður ekki undir lok. Hins vegar gæti hann klofnað, m.a. vegna neikvæðrar afstöðu minnihluta sjálfstæðismanna til ESB aðildarviðræðna.

Um leið og landið er komið í ESB sameinast sjálfstæðismenn síðan aftur í einum öflugum hægri flokki, því málefna skilur menn ekki mikið að.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 21.10.2008 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband