Þessi unga kona var nýkomin frá Japan þar sem hún tók þátt í kynningu á rithöfundinum Nonna en hann slæddist þangað fyrir 70 árum. Þar er hann nú flestum gleymdur en Íslendingar vilja ráða bót á því.
Konan greindi frá því að Japanar hefðu vitað allt um fjármálaglundroðann hérlendis og þegar til Kaupmannahafnar kom tóku þeir ferðafélagarnir sig til og töluðu ensku í stað íslensku til þess að ekki kæmist upp um þjóðerni þeirra.
Ég tel mig tiltölulega saklausan af þeim ósköpum sem dunið hafa á okkur. Ég hef undanfarin ár hneykslast á því að stýrivextir skyldu hækkaðir í stað þess að bindiskylda bankanna væri aukin. Ýmislegt fleira hef ég sagt sem margir geta vottað. Þó hef ég aldrei haldið því fram að ég sé einhver fjármálaspekingur. Þó held ég að ég hefði vart orðið ónýtari seðlabankastjóri en Davíð Oddsson.
Þessi unga kona, sem þorði ekki að tala íslensku í Kaupmannahöfn, ætti að vera stolt af sjálfri sér og þjóðerni sínu. Hins vegar þarf hún ekki að vera stolt af öllum Íslendingum. Enginn ætti að fyrirverða sig fyrir þjóðerni sitt og uppruna.
Þótt neyðarlegar fréttir birtist nú víða um Íslendinga hafa Kínverjar fjallað af varfærni um ástandið hérlendis. Í morgun barst mér bréf frá Hong Kong þar sem mér voru boðin sjónhjálpartæki til kaups. Svaraði ég því til að ég myndi athuga málið þegar kreppunni linnti.
Ég er viss um að þið hafið ykkur upp úr þessu því að þið eruð öflugir, Íslendingar, var svarið sem ég fékk.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 22.10.2008 | 08:25 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
-
alla
-
axelthor
-
arnibirgisson
-
ormurormur
-
astafeb
-
bjarnihardar
-
gattin
-
dora61
-
saxi
-
jaherna
-
jovinsson
-
fjarki
-
gislisigurdur
-
gudni-is
-
gelin
-
gummigisla
-
heidistrand
-
helgigunnars
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hoskibui
-
isleifur
-
jakobk
-
fun
-
jonhalldor
-
jon-o-vilhjalmsson
-
nonniblogg
-
juliusvalsson
-
kje
-
kristbjorggisla
-
methusalem
-
mortenl
-
moguleikhusid
-
skari60
-
rafng
-
ragnar73
-
fullvalda
-
duddi9
-
siggisig
-
saemi7
-
vefritid
-
thorirj
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, hún rís hátt lágkúra Íslendinga.
Hér vestra njótum við athygli sem aldrei fyrr. Loksins hefur tekist að sanna að trúin á hina huldu hönd markaðarins var villutrú, og hefur leitt viðskiptakerfi heimsins að fótum fram. Þjófarnir höfðu flutt inn í banka, en áður brutust þeir inn.
Emil (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.