Sigurður Einarsson gefi þjóðinni nýtt fangelsi

Í morgun greindi DV frá því að Sigurður Einarsson, fyrrum stjórnarformaður Kaupþings, reisi nú stórhýsi í Borgarfirði. Einhverjum þykir það víst bera vott um siðblindu að berast svo á þegar kreppa er skollin á sem Sigurður ber vissulega nokkra ábyrgð á. Í raun er eins og að hann hæðist að þjóðinni með þessu tiltæki sínu.

Sigurður er hugmyndaríkur og hefur gengið afar vel að skara eld að eigin köku. Hann hefur enn tækifæri til að söðla um og reisa sér óbrotgjarnan minnisvarða.

Sigurðurmyndi sýna stórhug gæfi hann íslensku þjóðinni húsið undir fangelsi. Sagt er að salerni fylgi hverju herbergi og í kjallaranum sé víngeymsla á stærð við meðalíbúð.

Gjöfinni fylgi að nauðsynlegar breytingar verði gerðar á húsinu á kostnað gefanda og verði séð svo um að sem best fari um fangana.

Þar með gætu Íslendingar kennt öðrum þjóðum hvernig á að reisa fangelsi sem eru öllum samboðin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Með betri hugmyndum þessa daganna. Litla Hraun var á sínum tíma byggt sem sjúkrahús. Hef enga trú á öðru lesi hann þetta blogg að hann kaupi hugmyndina.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 08:58

2 identicon

p.s. Þú ert Eyjapeyi  Skoðaði myndirnar þínar. Móðir þín var ein af fallegustu og bestu konum í Eyjum. Þú er frændi Möggu Rósu skólasystir minnar.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 09:02

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ætlar karlinn svo á kojufyllerí í Borgarfirðinum þegar útrásarkreppan skellur á af fullum þunga?

Theódór Norðkvist, 22.10.2008 kl. 10:09

4 Smámynd: Anna

Er hann ekki að leggjast í helga stein. Er ekki búið að reka hann frá formennsku.

Anna , 22.10.2008 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband