Hinn saklausi eða sakbitni Framsóknarflokkur

Framsóknarmenn í Reykjavík lýsa ábyrgð á hendur ríkisstjórninni fyrir ráðleysi og vingulshátt, ef skilja má frétt mbl.is af samþykkt þeirra, sem birtist í dag. Það er satt. Framsóknarmenn eru ábyrgir, einkum þeir í Reykjavík. En í einfeldni minni spyr ég: 1. Hverjir fóru með málefni bankanna þegar útrásin hófst og allt fram á árið 2007? 2. Hvaða ráðstafanir gerðu framsóknarmenn til að hemja útrás bankanna? 3. Lagði bankamálaráðherra Framsóknarflokksins áherslu á að auka bindiskyldu bankanna? 4. Tók ekki bankamálaráðherrann þátt í að hrósa bönkunum eins og forsætisráðherrann, fjármálaráðherrann, forsetinn og flestir sem réðu einhverju, meira að segja landbúnaðarráðherrann? 5. Hver fékk að verða forsætisráðherra haustið 2005 og í hvaða kjördæmi sat hann?

Þó að bankamálaráðherra Framsóknarflokksins sé ekki úr Reykjavík geta framsóknarmenn í Reykjavík ekki firrt sig þeirri ábyrgð sem þeir bera á ástandinu. Eða hverjir tóku þátt í því á 10. áratugnum af öllum sínum mætti að eyðileggja kerfi almannatrygginga? Spyr sá sem ekki veit. Það er holur hljómur í þessari ályktun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Himmalingur

Jörðum Framsókn! Gjörspilltur flokkur valgræðgismanna!

Himmalingur, 22.10.2008 kl. 22:27

2 identicon

Og auk þess legg ég til að Framsóknarflokkurinn verði lagður niður.

Nína S (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband