Þunglyndur læknir og gleðivísa

Ég hitti lækni í morgun og fór vel á með okkur. Ræddum við efnahagsástandið og sagðist læknirinn vera kvíðnari en nokkru sinni fyrr. Hann efaðist um að við kæmum okkur upp úr þessum öldudal.

Ég hélt því fram að við sem myndum 120% verðbólgu og gjaldeyrisskort þættumst vissir um að hrista þetta af okkur og fóru leikar svo að læknirinn sagðist vera sýnu hressari eftir samræður okkar.

Á leiðinni heim datt mér í hug þessi húsgangur af Seltjarnarnesinu:

Vér skulum hlæja hátt

og henda að öllu gaman.

Vinnum nú saman í sátt

því að sundrungin leikur oss grátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband