Skítalaun bankastarfsmanna

Þetta er ekki skemmtileg fyrirsögn en því miður rétt eftir höfð.

Eitthvað urðu vinkonur hennar hissa á þessari afstöðu og síðan reiðar. Leystist saumaklúbburinn upp í kjölfar þess að aðrar konur voru ekki sáttar við skítalaun vinkonu sinnar.

Vafalaust þykir ýmsum sárt að þurfa að horfa fram á launalækkun. Laun bankastarfsmanna, a.m.k. þeirra, sem eru yfir almenna starfsmenn hafnir, hafa verið úr samhengi við alla þróun hér á landi. Það er í engu samræmi við tíðarandann að leyna launum nýrra bankastjóra, jafnvel þótt þeir séu konur. Þeirri spurningu hefur verið varpað fram hvort það sé gert vegna þess að konurnar, sem stýra Landsbankanum og Glitni, séu á lægri launum en karlmaðurinn sem stýrir Kaupþingi.

Þjóðin kallar eftir upplýsingum og hefur skömm á leynimakki. Laun bankastjóra eru ekki þess eðlis að um þau eigi að ríkja leynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband