Endurnýjun stjórnmálamanna

Það heyrist nú hvarvegna að Íslendingar hafi misst trú á stjórnmálamönnum og í raun séu fáir saklausir vegna þess ástands sem ríkir nú í þjóðfélaginu.

Ýmsir, sem ég hef rætt við, segjast ætla að sitja heima þegar kosið verður næst til Alþingis. Í raun er slík afstaða afleit því að með því móti firra menn sig allri ábyrgð og taka þátt í að fljóta sofandi að feigðarósi.

Stjórnálaumræða, sem byggð er á rökum þar sem rædd verða ný viðmið, er líklegri til að skila árangri en upphlaup og upphrópanir. Komið hefur fram tillaga um Þingvallafund. Hún er ekki svo afleit. Þingvallafundur gæti orðið til þess að skýra línur í íslenskum þjóðmálum og til Þingvalla hefur þjóðin litið á sínum merkustu stundum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband