Sagt er að hann lýsi ábyrgð á óstjórn Seðlabankans í peningamálum og minnist m.a. á útgáfu svokallaðra jöklabréfa. Firnamargir höfðuáhyggjur af þessari útgáfu og ófáir töldu að þetta hlyti að leiða til algers hruns gengisins. Reyndar sást iðulega hvernig jöklabréfin hreyfðu gengið en miklu fleiri virtust skilja það en bankastjórn Seðlabankans.
Hitt verður gaman að lesa hvaða skýringu Björgúlfur gefur á þætti Landsbankans og annarra stofnana í því sem gerðist. Í því sambandi var athyglisvert viðtal Helga Jóhannssonar, fréttamanns, í Kastljósinu í gær, þar sem hann spurði Björgvin G. Sigurðsson spjörunum úr. Þar kom fram að Bretar hefðu sett svo ströng skilyrði fyrir því að stofnað yrði dótturfélag Landsbankans í Bretlandi að móðurbankinn hefði ekki getað staðið undir því. Er það einmitt ekki mergurinn málsins! Því er undarlegt að Björgvin skilji ekki í hvað Alister Darling vísar þegar hann heldur því fram að lítið fé sé fyrir hér á landi til að mæta áföllum bankanna. Hann var ekki einn um að segja þetta. Jónas Haralz hélt þessu einnig fram fyrir þremur mánuðum og jafnvel oftar.
Helgi S. Jóhannsson stóð sig allvel í viðtalinu í gær og gætti þess að æsa hvorki sig né viðmælandann. Heldur þykir mér þó Hallgrímur Thorsteinsson standa sig betur í viðræðum sínum í vikulokunum á Rás eitt og væri ef til vill ástæða til þess að kanna hvort hann væri ekki betur til þess fallinn að annast viðkvæm viðtöl fyrir Kastljósið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 25.10.2008 | 14:49 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
-
alla
-
axelthor
-
arnibirgisson
-
ormurormur
-
astafeb
-
bjarnihardar
-
gattin
-
dora61
-
saxi
-
jaherna
-
jovinsson
-
fjarki
-
gislisigurdur
-
gudni-is
-
gelin
-
gummigisla
-
heidistrand
-
helgigunnars
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hoskibui
-
isleifur
-
jakobk
-
fun
-
jonhalldor
-
jon-o-vilhjalmsson
-
nonniblogg
-
juliusvalsson
-
kje
-
kristbjorggisla
-
methusalem
-
mortenl
-
moguleikhusid
-
skari60
-
rafng
-
ragnar73
-
fullvalda
-
duddi9
-
siggisig
-
saemi7
-
vefritid
-
thorirj
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 319954
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef ekki enn sé frétt um fjölmenn mótmæli fyrir framan ættaróðal Björgúlfsfeðga. Standa þeir með okkur, stöndum við saman?Á litli Bjögginn peninga eða á hann bara skuldir eins og hann reynir að telja fólki trú um? Ef hann á peninga og flytur þá ekki ALLA heim til Íslands nú þegar stendur hann ekki með okkur og þá er hann á móti okkur, óvinur okkar! Þá á að lýsa hann útlægan!Þeir peningar sem þessir Björgúlfsfeðgar eru skráðir fyrir eru okkar peningar. Fríkirkjuvegur 11 er okkar hús. Opnið það strax og gerið það að félagsmiðstöð fyrir fólk sem vill hittast, styðja hvert annað í vandræðum sínum og ræða framtíðina.
Vilhelmina af Ugglas, 26.10.2008 kl. 09:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.