Vinstri flokkarnir gætu fengið meirihluta - Framsókn tapar fylgi

Samkvæmt skoðanakönnun, sem birtist í morgun, virðist svo sem Samfylking og Vinstri-grænir gætu fengið meirihluta yrði kosið um þessar mundir.´Framsókn tapar fylgi enda treysta fáir forystu þess flokks framar.

Ætli Vinstri-grænir að halda sínu verður formaðurinn að breyta um stíl og hætta að nöldra. Mörgum sýnist nú sem hann sé að mála sig út í horn. Hann heldur því m.a. fram að hann hafi rætt við fjármálaráðherra Norðmanna á hverjum degi og lýsir því að Norðmenn séu reiðubúnir til hjálpar. En Norskir embættismenn virðast vilja fá stimpil frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og þannig eru fleiri svo nefnda vini Íslendinga. Og svo bætist það víst við að Íslendingar hafa ekki unnið heimavinnuna sína.

Þegar slökkvilið er þjálfað er lögð áhersla á að það kunni að skoða teikningar af húsum og fara eftir þeim. Íslensk stjórnvöld virðast ekki hafa séð svo um að teikningar væru fyrir hendi af ríkisbúskapnum og þess vegna fór sem fór. Þjóðhagsstofnun var lögð niður.

Ætli Hönnu Birnu dytti nokkru sinni í hug að leggja niður slökkvilið Reykjavíkur vegna vanþóknunar á slökkviliðsstjóranum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband