Þetar menn liggja illa við höggi verða ýmsir til að sparka í þá og það hefur Björgúlfur fengið að reyna. Agnes er nokkuð samkvæm sjálfri sér í viðtalinu og lætur Björgúlf stundum hafa það óþvegið. Lesendur þessa bloggs eru eindregið hvattir til að kynna sér viðtalið og leggja sjálfir dóm á það. Björgúlfur er greinilega vígfimur og rökfastur og heggur af sér hvert lagið frá Agnesi á fætur öðru.
Björgúlfur vandar stjórnvöldum ekki kveðjuna og segir m.a.:
Stjórnvöld í þessu landi hafa aldrei upplifað betri tíma en einmitt góðæri undanfarinna ára. Það á jafnt við um ríkið og sveitarfélögin á Íslandi. Ég held því, þegar grannt er skoðað, að við öll höfum gleymt okkur í góðærinu og ekki sést fyrir, ekki síður ráðamenn en menn í viðskiptum og einstaklingar. Ég nefni bara eitt dæmi, sem mér finnst nú hafa farið heldur lítið fyrir í umræðunni undanfarnar vikur, en það eru hin svokölluðu jöklabréf. Hér eru búin að vera í umferð undanfarin misseri og ár innlán frá útlöndum í formi jöklabréfa upp á 600 til 700 milljarða króna. Það hefur verið margbent á hversu hættuleg jöklabréfin eru. Við erum að greiða af jöklabréfunum hæstu mögulega vexti, þannig að Íslendingar hafa verið að greiða útlendingum meira en 10% vaxtamun, sem nemur 60 til 70 milljörðum króna á ári. Ef ég man rétt, þá fer sú upphæð langleiðina í að vera hin sama og þjóðarbúið fær fyrir útflutning sjávarafurða á ári. Af hverju? kunna menn að spyrja. Jú, vegna þess að með útgáfu jöklabréfanna fékkst gjaldeyrir inn í þjóðarbúskapinn. Gjaldeyrir sem hélt gengi íslensku krónunnar allt of sterku og þar af leiðandi gengisvísitölunni niðri. Þess vegna erum við nú að mæta skyndilegu höggi, sem hefði, undir eðlilegum kringumstæðum, átt að dreifast á allt þjóðfélagið á mun lengri tíma. Á mannamáli heitir þetta, að í umferð var svo mikið af peningum, til þess að við gætum haldið áfram frjálsum viðskiptum við útlönd, að við fluttum inn vöru á röngu virði. Krónan var rangt skráð og alltof sterk og þess vegna rann kaupæði á þjóðina. Það sem er núna að gerast, eru m.a. timburmennirnir vegna þessa háttalags. Þetta vissu stjórnvöld og Seðlabankinn auðvitað allan tímann og því gengur það ekkert upp hjá þeim í dag, að halda því fram að allt sem úrskeiðis hefur farið sé bönkunum að kenna. Það er auðvitað spurning hvort það var ekki m.a. vegna jöklabréfanna sem við gátum ekki lækkað vaxtastigið hér á landi, sem hefur um langt skeið verið að drepa íslenskt atvinnulíf og einstaklinga.
Þarna hittir Björgúlfur naglann á höfuðið. En bankarnir tóku líka þátt í hrunadansinum og urðu sér úti um gjaldeyri með aðstoð jöklabréfanna. Sé það ekki rétt leiðrétti mig á einhver.
Gjörgúlfur gerir harða hríð að Agnesi fyrir þann hátt fjölmiðla að ræða eingöngu um neikvæðar hliðar útrásarinnar en minnast ekki á það sem hún hafi skilið eftir í þjóðfélaginu.
Hvað varðar beinar tekjur til þjóðfélagsins af útrásinni títtnefndu, sem þú ert að spyrja um, þá ætla ég að láta nægja að nefna eitt dæmi, sem er nærtækt fyrir mig að nefna, en það er Björgólfur Thor, sonur minn, sem er talinn í hópi útrásarvíkinganna. Hann hefur búið í 21 ár í útlöndum. Hann hefur komið hingað til lands með ákveðnar fjárfestingar og ég veit ekki betur en að þau fyrirtæki, sem íslensku bankarnir og hann fjárfestu saman í, hafi skilað hundruðum milljarða inn í þjóðarbúið, hvort sem það er Actavis, símafélög í Tékklandi og Búlgaríu eða önnur félög sem hann hefur verið í forsvari fyrir. Svo verða aðrir að svara fyrir sig. Björgólfur Thor lítur auðvitað á sig sem erlendan fjárfesti, sem hefur með fjárfestingum sínum erlendis skilað miklum tekjum í íslenska þjóðarbúið. Við í Landsbankanum sögðum strax í upphafi: Þjóðfélagið okkar er allt of einhæft og við þurfum að renna fleiri stoðum undir efnahags- og atvinnulíf Íslendinga. Bankarnir sáu tækifæri til þess að verða alþjóðlegir og verða þar með ein af mikilvægum stoðum nútíma íslensks samfélags. Ekki gleyma því heldur, Agnes Bragadóttir, að til þessa var hvatt mjög eindregið af stjórnvöldum. Það voru stofnaðar sérstakar nefndir til þess að koma með tillögur um það hvernig við gætum vaxið og dafnað á alþjóðlegum markaði. Það þýðir ekkert að halda því fram í dag, að við höfum gert allt sem við höfum gert í einhverri allsherjar launung og einangrun. Stuðning og hvatningu stjórnvalda fengum við auðvitað m.a. vegna þess að þær tekjur sem bankarnir sköpuðu skiptu gríðarlega miklu máli fyrir íslenskt þjóðfélag. Tekjur sem við greiddum til samfélagsins og enginn virðist muna eftir í dag. Þessi erlenda starfsemi okkar þýddi líka, að við vorum að taka peningana heim til Íslands. Innlánin á Icesave-reikningunum hafa ekki bara verið notuð í útlán erlendis. Peningarnir frá Icesave eru hér um allt þjóðfélagið. Af hverju heldur þú að ríkið standi svona vel? Það er m.a. vegna þess, að tekjur af þessum lánum og skatttekjur frá bönkunum hafa gert ríkinu fært að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Það er meginástæðan fyrir því að ríkissjóður er skuldlaus. Hún er ekki sú, að það hafi verið svona óskaplega góð stjórn á ríkisfjármálum, því ár hvert eyddi hvert einasta ráðuneyti langt umfram heimilaðar fjárveitingar samkvæmt fjárlögum, en það var einfaldlega hægt vegna þess að það voru nógir peningar til. Af hverju heldur þú að sveitarfélögunum gangi svona vel, þau standi svona vel og séu búin að framkvæma svo óhemju mikið á undanförnum árum? Það er ekki síst vegna þess, að við gátum útvegað þeim lánsfé á undanförnum árum í allar þær framkvæmdir sem þau vildu ráðast í, m.a. með fjármunum frá innlánunum í Icesave. Þess vegna gátu allir keypt það sem þeir vildu. Hér voru nægir peningar, en svo vantaði gjaldeyri. Það sem ríkið átti að sjá um var að halda efnahagslífinu í lagi.
Ég fæ ekki heldur betur séð en fjölmiðlar þessa lands og ekki síst Morgunblaðið, séu bara í því að tala um allt hið neikvæða. Fjölmiðlarnir eru að tala um tapið, fyrirsjáanlegt atvinnuleysi og depurð. Þið eruð ekkert í því að tala um eignir bankanna, benda á að fara verði varlega með þær, passa upp á þær, svo að við eigum fyrir skuldum. Þarna finnst mér íslenskir fjölmiðlar hafa brugðist. Er þetta nú alveg sanngjarnt? Síðasta sunnudag var fréttaskýring í Morgunblaðinu, þar sem það var m.a. tíundað að 30. júní sl. hefðu eignir íslensku viðskiptabankanna verið um 900 milljörðum króna meiri en skuldir þeirra. Ja, þetta er að vísu rétt hjá þér. En það er líka á eina staðnum sem ég hef séð slíkt og það hefur enginn, nákvæmlega enginn, notfært sér þær upplýsingar og öllum virðist standa á sama. Ég fæ ekki betur séð, miðað við þá múgsefjun sem er verið að magna upp í þjóðfélaginu, að svona upplýsingar henti ekki öðrum fjölmiðlum. Fjölmiðlar, Morgunblaðið sem aðrir fjölmiðlar á Íslandi, eiga auðvitað að hafa það að keppikefli að koma réttum upplýsingum á framfæri, bæði jákvæðum og neikvæðum. Í þessu tilfelli upplýsingum um að það er algjört forgangsverkefni að verja eignir og greiða sem mest af skuldum Íslands erlendis .
Einni spurningu er ósvarað í þessu viðtali. Hvers vegna vissu svo margir hvert stefndi með bankana þegar um miðjan júlímánuð? Segir Björgúlfur allan sanleikann eða var hann leyndur upplýsingum?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 26.10.2008 | 12:13 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
-
alla
-
axelthor
-
arnibirgisson
-
ormurormur
-
astafeb
-
bjarnihardar
-
gattin
-
dora61
-
saxi
-
jaherna
-
jovinsson
-
fjarki
-
gislisigurdur
-
gudni-is
-
gelin
-
gummigisla
-
heidistrand
-
helgigunnars
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hoskibui
-
isleifur
-
jakobk
-
fun
-
jonhalldor
-
jon-o-vilhjalmsson
-
nonniblogg
-
juliusvalsson
-
kje
-
kristbjorggisla
-
methusalem
-
mortenl
-
moguleikhusid
-
skari60
-
rafng
-
ragnar73
-
fullvalda
-
duddi9
-
siggisig
-
saemi7
-
vefritid
-
thorirj
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 319934
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nei, því miður segir Björgólfur ekki allan sannleikan. Það kann að vera að hann viti hann ekki. Þetta er góður drengur. Líklega var hann ekki rétti maðurinn til að fara í þennan bankaslag.
Það kom berlega í ljós strax og fram kom að áður framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins mundi sitja áfram í bankaráðinu þrátt fyrir sölu bankans.
Þetta snýst ekki um ágæti þessara manna en þeir hafa greinilega ekki það hyggjuvit og innsæi eða sómatilfinningu sem þarf til að sjá fyrir þau vandamál sem hlýst af svona uppsetningu eins og þeir skipulögðu sig.
Bankavandamálið kom upp haustið 2007 og því var um ár til stefnu að bregðast við þessu ástandi en það var ekkert gert. Það vantar upplýsingar um það hvers vegna þeir gerðu ekkert.
Einnig vantar ýmiss svör um vandamál sem sneru að starfssemi Landsbankans í Englandi. Þar er margt á huldu sem sennilega mun koma fram fyrr en síðar
Sigurður Sigurðsson, 26.10.2008 kl. 22:02
Heill og sæll Arnþór Helgason.
Mjög fagmannleg skrif,rök, þín eins og þér sæmir, það mættu margir taka þessi orð þín til íhugunar stað þess að ráðast á liggjandi mann og sparka í Björgólf Guðmundsson þegar illa gengur.
Ég veit ekki annað enn að Björgólfur Guðmundsson hafi ausið peningum í íþróttir og listir er fólk búið að gleyma þeim gjörningi, ég veit ekki annað enn að öll íþróttafélög geti ekki lengur staðið undir væntingum hverjum er það að kenna ekki er það Björgólfur Guðmundsson sem menn kenna um núna um sínar ófarir.
Ekki ætla ég að elta ólar eða skipta mér að skoðunum fólks. Hins vegar þegar þegar Sigurður Sigurðsson sem skrifar hér að ofan verð ég að gera smá athugarsemdir við það sem hann fullyrðir. Og tekur þátt í sora sögusögnum um mann sem hann veit ekkert um. Að mínu áliti
Þegar hann segir og fullyrðir að Björgólfur segir ekki satt það er dapurlegt að fullorðnum manni skuli detta slíkt í hug. Að bera rangar sakir á fólk er þér ekki sæmandi. Kynntu þér málið betur.
Annað vil ég benda þér á þetta var byrjað árið 2006 ekki 2007. Til þess að benda þér á réttu svörin.
Arnþór Helgason. Í þættinum mannmál á Stöð 2 25.Maí 2008 var umræðu þátturinn mannamál undir forystu Sigmundar Ernir þar voru í viðtali hjá honum Jón G Hauksson og Óli Björn Kárason. þar segir; Óli Björn Kárason að veturinn sé hina brostnu vona: Og meira að segja kom fram í þættinum að Seðlabankinn hafi varað bankana við þessu í September og Október svo þetta virðist ekki koma fólki í opna skjöldu ef það hefði lagt við hlustir.
Að lokum Arnþór Helgason fagleg umræða þín á rétt á sér enda, sína það skrif þín, góðar stundir.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 26.10.2008 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.