Með þessum orðum kasta ég þó engri rýrð á aðra leikara sem tóku þátt í sýningunni. Persónusköpun Jökuls er nær alfullkomin og allir skiluðu leikararnir sínum hlutverkum með stakri prýði.
Hart í bak höfðar einkar vel til samtímans sem hefur nærst á blekkingum og hjómi. Þess vegna ættu allir sem vettlingi geta valdið að sjá þessa sýningu. Hún er bæði skemmtileg og alvarleg í senn auk þess að skilja eftir ýmis álitamál í huga þeirra sem kæra sig um að láta eftir sér að brjóta heilann um efni og boðskap verksins.
Á laugardaginn slettum við úr klaufunum og fórum að sjá Fólkið í blokkinni eftir Ólaf Hauk Símonarson, sem sýnt er á stóra sviði Borgarleikhússins eða þannig. Áhorfendur sitja á sviðinu og þeim er snúið til hægri og vinstri eftir því hverju fram vindur í leikmyndinni. Leikritið gerist að mestu í kjallara fjölbýlishúss en áhorfendur fá að skyggnast inn á heimili nokkurra fjölskyldna. Eins og gengur í góðu leikerki er ein fjölskyldan í aðalhlutverki.
Ýmsir halda því vafalítið fram að hér sé um fremur ódýra ástarsögu að ræða. Svo er alls ekki. Verkið er fullt af tilvísunum í þann raunveruleika sem flestir Íslendingar þekkja. Verkið er vel skrifað, orðfærið skemmtilegt og tónlist með ágætum. Nokkrum sinnum var hún heldur hátt stillt og þá skilaði textinn sér illa.
Ég mæli eindregið með þessari sýningu og spái því að hún lengi líf nokkurra Íslendinga því að fáir komast hjá því að hlæja dátt.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Spaugilegt, Stjórnmál og samfélag | 27.10.2008 | 10:54 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
-
alla
-
axelthor
-
arnibirgisson
-
ormurormur
-
astafeb
-
bjarnihardar
-
gattin
-
dora61
-
saxi
-
jaherna
-
jovinsson
-
fjarki
-
gislisigurdur
-
gudni-is
-
gelin
-
gummigisla
-
heidistrand
-
helgigunnars
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hoskibui
-
isleifur
-
jakobk
-
fun
-
jonhalldor
-
jon-o-vilhjalmsson
-
nonniblogg
-
juliusvalsson
-
kje
-
kristbjorggisla
-
methusalem
-
mortenl
-
moguleikhusid
-
skari60
-
rafng
-
ragnar73
-
fullvalda
-
duddi9
-
siggisig
-
saemi7
-
vefritid
-
thorirj
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 319932
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.