Geta Kínverjar leyst krónubréfavandann?


Almenningi er nú meira en nóg boðið. Stjórnvöld verða að upplýsa Alþingi og almenning um ýmis skilyrði sem eru uppi á borðinu vegna samninganna við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Stýrivaxtahækkunin kom eins og rothögg og virðist vera ávísun á að framlengja það hættuástand sem krónubréfin sköpuðu. Fjölmargir efast um að hún hafi mikil áhrif á eftirspurn eftir íslenskum krónum.
Lilja Mósesdóttir hefur lýst því að þessi aðgerð sé í varasöm. Hvers vegna er hagfræðingum eins og henni ekki gefið tækifæri til þess að gera tillögur um nýja fjármálastefnu? Ástandið er orðið svo grafalvarlegt að setja verður stjórnendur Seðlabankans frá hið fyrsta.
Athygli hefur vakið við hverja er nú rætt vegna vanda okkar. Kínverjar eiga digrasta gjaldeyrisvarasjóð heims og hafa verið Íslendingum vinveittir um áratuga skeið. Þeir urðu fyrstir þjóða utan Norðurlanda til að veita Íslendingum fjárhagsstyrk vegna Eyjagossins 1973.
Hefur engum dottið í hug að leita eftir aðstoð þeirra til þess að létta krónubréfavandanum af Íslendingum? Væri það ekki skárri aðgerð en stýrivaxtahækkunin sem mun valda skyndilegu verðbólguskoti og rýra hag margra?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Það hafa margir skrifað um sjóði Kínverja á erlendum fjármálavefjum. Það er talið að kommúnistaríkið Kína muni alls ekki koma til hjálpar að viðhalda kerfi últrakapitalisma. Það væri eins og USA hefði á sínum tíma styrkt kommúnistakerfið í sessi.

það er nú samt sennilega ein ástæða fyrir að sumir telja að við stöndum betur utan EBE að það passar kannski betur vegna hagsmuna kínavíðskipta sem gætu auðvitað orðið ábatasöm m.a. vegna breytinga á siglingaleiðum.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 29.10.2008 kl. 16:17

2 Smámynd: Arnþór Helgason

Sæl, Salvör.

Það er rétt hjá þér að ýmsir hafa verið með þessar vangaveltur. Ég minni á að Kínverjar hafa í raun Bandaríkin í hendi sér vegna þess að þeir hafa keypt gríðarlega mikið af bandarískum ríkisskuldabréfum og halda í raun ríkishalla þeirra gangandi.

Nú hafa öll kerfi kapítalisma og kommúnisma riðlast og hver hugsar um sig og sína. Þess vegna gætu það verið gagnkvæmir hagsmunir Íslendingum og Kínverjum að okkur yrði veitt þessi aðstoð. Ekki harmaði ég það í leiðinni þótt frjálshyggjan hér á landi yrði endurmetin.

Arnþór Helgason, 29.10.2008 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband