Eru ráðherrarnir ósannindamenn?

Í fréttum RÚV var greint frá því nú áðan að fjölmiðlafulltrúi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins hefði sagt að það væri alfarið ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar að halda efnahagsáætlun sinni leyndri.

Forystumenn ríkisstjórnarinnar héldu því blákalt fram á föstudaginn var að ekki mætti skýra frá einstökum liðum efnahagsáætlunarinnar fyrir en lán sjóðsins hefði verið afgreitt. Nú virðist sem þetta sé ósatt.

Atvinnurekandi, sen hefði haft fólk í vinnu hjá sér, sem lygi jafnmiklu og ríkisstjórnin hefur gert að undanförnu, myndi losa sig við þessa starfsmenn á augabragði.

Hvað vill þjóðin?

Þið eruð, gott fólk, að leiða okkur á blindgötu með þessu athæfi.

Sannleikurinn er sagna bestur.

Vek athygli á heimasíðunni www.kjosa.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband