Þessi frétt skal ekki rakin frekar en vitnað í fréttaskýrandann að ríkisstjórn Íslands hafi verið í hinum mestu vandræðum. Hefðu breskir sparifjáreigendur verið varaðir við hefði hafist áhlaup á bankana og þeir hrunið. Spyrja má hvort það hefði orðið verra en þegar er orðið.
Greinilegt er að þolinmæðin gagnvart Sjálfstæðisflokknum er þrotin og brestir virðast nú þegar komnir í innviði flokksins. Stöðugt fleiri krefjast nú kosninga.
Mér sýnist nú það ráð að forystumenn Samfylkingar og Vinstri grænna slíðri sverðin og ræði saman af alvöru um framhaldið. Greinilegt er að ekki er samstaða um peningamálastefnuna innan stjórnarflokkanna og pirrings er farið að gæta innan Samfylkingarinnar. Framsókn er úr leik enda ber hún álíka mikla ábyrgð á ástandinu og Sjálfstæðisflokkurinn.
Flestir hljóta að verða sammála um að Evrópusambandsaðild er engin lausn, a.m.k. ekki í bráð. Minnt skal á orð Egils sögu að konungsgarður sé víður inngöngu en þröngur þegar út skal haldið (ekki bein tilvitnun). Myntbandalag við aðrar þjóðir gæti hins vegar orðið skjótvirkari ávinningur en því hljóta að fylgja ráðstafanir í efnahagsmálum sem yrðu e.t.v. ekki of vinsælar en nauðsynlegar samt. Þeir sem aðhyllast aðild að Evrópusambandinu ættu alvarlega að íhuga þennan möguleika. Hann gæti orðið það skref sem nauðsynlegt er að stíga til þess að ná hér efnahagslegum stöðugleika.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 1.11.2008 | 08:07 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
VG-verður að kynna sér ESB mál af alvöru nú enda mikill meirihluti stuðningsmanna þeirra fylgjandi ESB-viðræðum.
Tilhneigingin til að verja það sem maður þekkir og hafna breytingum er vel þekkt og stjórnmálamönnum sem kæra sig um það reynist fátt auðveldara en að spil á hana.
En til að vera fær um að taka ákvörðun um valkosti til framtíðar sem jú eðli samkvæmt er alltaf óþekkt þarf samt skynsamt fólk að leggja það á sig að kynna sér málin vel og af yfirvegðari skynsemi.
Svona líkt og sjúklingur sem stendur frami fyrir því að velja milli þess að fara undir hnífinn og þurfa að treysta lækninum, hjúkrunarfólkinu, tækjunum og að rafmagnið fari ekki í miðri aðgerð - eða ákveða að takast á við meinið „sjálfur“ og treysta engum og taka enga ákvörðun sem felur í sér óvissuþætti utan hans eign líkama, vitandi bara það að allt fólk nema hann sjálfur er lævíst og svikult og hugsar um það eitt að hafa eitthvað af honum.
- Þá er best að búa eins og Gísli á Uppsölum og sleppa öllum samskiptum við umheiminn og þurfa ekki að treysta neinum.
Helgi Jóhann Hauksson, 1.11.2008 kl. 13:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.