Hver verður staða Morgunblaðsins?

Nú hefur komið í ljós að ekki er lengur áhugi á því hjá Jóni Ásgeiri og félögum að gerast hluthafar í Árvakri. Þó er enn rætt um hagræðingu samlegðaráhrifa.

Hefur Jón Ásgeir leikið á Morgunblaðið? Telur hann, þegar 24 stundir hafa lagt upp laupana, að nú sé lag að ná Fréttablaðinu á strik?

Athygli vakti að á Morgunvaktinni á Rás eitt í morgun virtust menn ræða úreltar upplýsingar um stöðuna sem komin er upp vegna kaupa Rauðsólar á fjölmiðlun 365-samsteypunnar. Það er undarlegt í ljósi þess að Anna Kristín Jónsdóttir er glöggur fréttamaður og viðmælendur hennar gjörkunnugir aðstæðum. Fróðlegt verður að fylgjast með framhaldinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband