Litlu bankarnir á hálum ís

Fjárfestir nokkur, sem á hlutabréf og sparifé víða, fullyrðir að Landsbankinn, Glitnir og jafnvel Kaupþing hafi nýtt sér minni fjárfestingarfyrirtækin eins og Icebank, VBS fjárfestingarbanka o.fl. til þess að ná út meira fé hjá Seðlabankanum en lög leyfðu. Nýttu þeir sér glufu í lögunum sem verður ekki útskýrð hér.

Athygli vekur að á heimasíðu VBS er frétt um endurhverf viðskipti bankans. Við lestur fréttarinnar kemur í ljós að mikil óvissa er um stöðu fyrirtækisins vegna þessara viðskipta og fer það allt eftir viðbrögðum nýju ríkisbankanna.

Á morgun er boðaður hluthafafundur í VBS og þar verður kjörin ný stjórn. Sennilega merkir þetta mikil aðsteðjandi vandræði því að beðið er um framboð til stjórnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband