Eru konur heiðarlegri bankastjórar en karlmenn?

Í nýlegri könnun kemur fram að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar telur að margt hefði betur farið í bankakerfinu hefðu fleiri konur verið á meðal stjórnenda bankanna.
Nýlega voru tvær konur ráðnar í stöður bankastjóra. Komið hefur í ljós að önnur þeirra ætlaði sér að kaupa ríflegan hlut í bankanum sem var fyrirrennari þess er hún stýrir nú og að það mál sé enn ekki útkljáð. Er heiðarlegt af henni að setjast í stól bankastjórans þegar svo stendur á?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já og hin neitar að gefa upp ofurlaunin sín

hh (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 16:42

2 Smámynd: María Richter

Ja það er spurning.  Mér finnst nú Nýja-Glitnis stýran ákaflega ótraustvekjandi að minnsta kosti og skýringar hennar á hlutafjárkaupunum ákaflega innihalds rýr.

María Richter, 3.11.2008 kl. 17:58

3 Smámynd: Himmalingur

Þar fór trúverðugleiki kvenna! Þökk sé bankastýru í Ný Glitni!

Himmalingur, 3.11.2008 kl. 19:47

4 Smámynd: Ásta

Held það skipti ekki neinu máli , kona eða maður, aðalmálið er að manneskjan sé traustsins verð ! Og hún hefur ekki mitt traust hún Birna,skítalegt af þessu öllu saman. Ef eitthvað er þá finnst mér báðar konurnar nokkuð hrokafullar, líst best á Finn af bankastjórunum 3,hann svaraði strax þegar hann var spurður um laun sín.  "Karl og kona voru sköpuð til að fullkomna hvort annað , ekki til að verða eins."

Ásta, 3.11.2008 kl. 22:49

5 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Þessi umræða á Íslandi um að konur í íslenskum bönkum séu svo klárir bankamenn er alveg gjörsamlega kominn út úr kortinu.

Var að heyra um einhverja norska blaðagrein þar sem fjallað var um Icesave reikningana, arkitektinn af þessum reikningum var sögð vera, æj æj, núverandi bankastjóri Landsbankans, konan sem er svo meðvituð um áhættu.

Og hin sem var svo meðvituð um áhættu og er bankastjóri Glitnis hefði verið orðinn gjaldþrota ef ekki hefði verið fyrir tæknileg mistök sem björguðu henni fyrir horn. Var hún ekki annars framkvæmdarstjóri reksturs Glitnis á Íslandi áður en hún varð bankastjóri. Þýðir það ekki að hún hafi verið með puttana í þessum Glitnissjóð 9.

Aldeilis frábærir bankastjórar þetta.

Jón Gunnar Bjarkan, 4.11.2008 kl. 04:10

6 identicon

Hlýtur að vera vonbrigði fyrir femínistana að önnur kellan er spilltari en annsk.... og hin með stæla og neitar að gefa upp hvað hún er með í laun!

Skrítið að það heyrist ekkert í þeim núna!!!!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 09:11

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég er femínisti og vil heiðarlegt og gott fólk til að stjórna bönkum, landinu eða bara hverju sem er. Konur sem karla. Það þótti aftur á móti hálfgerð bylting þegar konurnar tvær voru ráðnar sem bankastýrur, loksins átti að hleypa konum inn í þennan lokaða jakkafataheim og það var sigur í sjálfu sér. Ekki af því að þær væru endilega betri, heldur bara hæfar þótt þær væru "bara konur". Ég myndi reyndar ekki kjósa konu bara af því að hún er kona ef mér litist ekki á hana, vona t.d. mjög heitt að Palin verði ekki varaforseti Bandaríkjanna, það yrði hræðilegt, líka fyrir femínista.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.11.2008 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband