Nýjungar í netáskrift Moggans

Í dag eru auglýstar nýjungar á netáskrift Morgunblaðsins. Geta lesendur nú fengið tölvupóst með helstu fréttum og síðan lesið allt blaðið í þeim vafra sem þeir óska.Ég hef góða reynslu af netáskrift Morgunblaðsins. Blaðið sjálft les ég yfirleitt í svokölluðum auðlesnum ham en hann er mun fljótvirkari en pdf-hamurinn. Í auðlesna hamnum er hægt að flakka á milli greina og flokka á fljótvirkan hátt - einkum eftir að skjálesararnir gerðu mönnum kleift með ýmsum hætti að nýta sér flýtilykla.

Morgunblaðið hefur yfirlett tekið afar vel öllum ábendingum um bætt aðgengi. Í morgun brá hins vegar svo við að þegar ég ætlaði að hlusta á kynninguna á áskriftinni af Mogganum mínum vildi spilarinn í tölvunni ekki leyfa mér að skoða kynningarbandið. Veit ég ekki hvað veldur.

mbl.is er án efa sá fjölmiðill sem flestir nýta sér um þessar mundir auk Ríkisútvarpsins. Mér hefur stundum orðið hugsað til þess að undanförnu að tímabært sé að endurskoða útlit forsíðunnar og einfalda það. Nú eru rúmlega 200 krækjur á forsíðunni. Með því að skipta henni í færri yfirflokka yrði öll leit og umferð um hana mun einfaldari.

Að lokum hvet ég Moggamenn til að halda áfram á þeirri braut sem þeir hafa markað öflugasta fjölmiðli landsins í einkaeign.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Líklega er um að ræða Flash auglýsingu...Eða mér dettur það helst í hug.

Sigrún (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband