Í fyrrakvöld hringdi til mín fjárfestir nokkur heitvondur vegna einræðistilburða Jóns Ásgeirs á fjölmiðlamarkaðinum. Reyndi hann að útskýra fyrir mér, fáfróðum manninum, að sennilega ætti Landsbankinn þarna hlut að máli. Annaðhvort ætti Jón Ásgeir enn hauka í horni innan bankans og bankinn sýndist því tilknúinn að lappa upp á fjölmiðla 365 með því að lána Jóni Ásgeiri hálfan anna milljarð eða þá hitt að Jón Ásgeir ætti hálfan annan milljarð í handraðanum sem hann gæti reitt fram. Taldi hann það fremur ólíklegt. En ef svo væri bæri Jóni Ásgeiri fremur að greiða einhverjar af skuldum Baugs í stað þess að herða tak sitt á fjölmiðlunum.
Ég trúðið vart þessum margreynda fjárfesti sem hefur áratuga reynslu á þessu sviði. Nú þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fullyrðir þetta dauðsé ég eftir að hafa ekki skellt þessu fram í fyrrakvöld.
Lesendur eru hér með beðnir afsökunar.
Í allri þessari umræðu um bankana og afslátt handa stjórnendum bankanna læðist að mér sá beygur að Fjármálaeftirlitið sé ekki hæft til að fara með þau mál sem því hefur verið trúað fyrir. Það er ekki síst sök þessarar stofnunar að íslensk kornabörn skulda nú á 6. milljón króna.
Hvað er til ráða? Verðu ekki að fara að ræða mál af meiri hreinskilni en gert hefur verið?
Hlífir sá er höggva skyldi. Svo getur farið að einhverjir verði til þess að höggva þegar hann getur ekki hlíft sér og sá er höggva skyldi lúti í gras.
Rífum burt illgresi hins liðna og sáum nýjum fræjum framtíðar og vona.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 4.11.2008 | 15:05 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.