Veit markaðsdeild Símans ekki hvað aðgengi að upplýsingum er?

Í dag barst mér tölvupóstur frá Símanum. Heiti skeytisins fjallaði um væntanlegar breytingar á tölvusímanum. Enginn texti var í skjalinu annar en krækjan "hér" sem menn áttu að smella á ef mynd birtist ekki. Þegar smellt var á krækjuna kom upp heimasíða með jpg-mynd. Ég hef áður fjallað um slíka hegðun þeirra símamanna. Nú sendi ég markaðsstjóra Símans bréf sem ég birti hér orðrétt.

Til Petreu Guðmundsdóttur, markaðsstjóra Símans. Sæl, Petrea. Ég vek athygli á meðfylgjandi pósti frá Símanum þar sem boðuð er breyting á Tölvusímanum. Í bréfinu er vísað á krækju http://www.siminn.is:80/servlet/file/tolvusiminn-nov-6.jpg?ITEM_ENT_ID=77418 Þegar smellt er á þessa krækju kemur upp jpg-mynd. Ég hef nokkrum sinnum fengið slíkan tölvupóst að undanförnu frá Símanum og ævinlega vakið athygli á að sú aðferð að senda jpg-myndir í stað texta samræmist EKKI aðgengisstefnu stjórnvalda. Blindir notendur netsins geta með engu móti lesið slíkan póst. Síminn hefur lagt metnað sinn í að gera heimasíðu fyrirtækisins aðgengilega . En veit markaðsdeildin hvað aðgengi að vefnum er? Sé svo, hyggst deildin þá uppfylla þær kröfur sem gerðar eru um aðgengi að upplýsingum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband