Í gær átti ég athyglisverðar samræður við ungan fjölskylduföður um ástandið. Hann er svo heppinn að hafa atvinnu og verður svo vonandi áfram. Erlent lán íþyngir fjölskyldunni dálítið eins og gengur og gerist.
Við ræddum m.a. um gjaldmiðilsskipti og aðild að EES. Það er hverjum manni ljósara að Íslendingar eiga langt í land með að uppfylla þau skilyrði sem sett eru um aðild að myntbandalagi Evrópu og aðgerðir EES gagnvart okkur eru með þeim hætti að mér hrýs hugur við Evrópusambandsaðild. Hið sama er upp á teningnum hjá Norðmönnum. Efnahagslegir og pólitískir hagsmunir eru í veði og óvíst að þeir breytist á næstunni.
Með þessar vangaveltur í huga las ég af athygli grein Þórólfs Matthíassonar í Mogganum í dag um upptöku norsku krónunnar. Þá rifjaðist upp fyrir mér að einhver hagfræðingur hélt því fram að vitlegast væri að taka upp mynt sem Íslendingar notuðu sem greiðslumiðil og þá er vart um annað að ræða en Evru og Bandaríkjadali.
Við nánari yfirvegun þykir mér þó augljóst að fátt ætti að mæla gegn því að norska krónan yrði tekin upp hér á landi sem gjaldmiðill og ég er sammála Þórólfi um að það styrkti stöðu okkar gagnvart Erópusambandinu. Þetta er þó ekki einföld aðgerð og þarfnast margháttaðra athugana. Til dæmis þarf að verðmæta þær krónur sem eru í umferð og leysa þann vanda hvernig almenningur skaðist ekki á slíkum umskiptum.
fyrir rúmum 20 árum sameinuðust þýsku ríkin. Þá tóku Vestur-Þjóðverjar að sér austurþýska markið sem var jafnvel verðminna en íslenska krónan. Nú hyggjumst vér Íslendingar eigi játa oss undir vald Noregskonungs. Þess vegna væri fróðlegt að þessari umræðu yrði hleypt af stað og hagfræðingar útskýrðu hvernig gjaldmiðlaskiptin gætu farið fram.
Stjórnvöldum ber að hefja vinnu við athugun leiða út úr krónuvandanum. Þá vinnu þarf að hefja ekki síðar en nú.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 7.11.2008 | 09:09 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við látum alltaf eins og þetta komi Normönnum bara ekkert við, en ef einhver er strax búinn að gleyma þá má minna á að Norski Forsætisráðherran útilokaði þetta fyrir minna en 10 dögum síðan og samstarfsráðherrar hans stóðu við hliðina á honum og hlogu að þessari hugmynd fyrir framan myndavélarnar.
Jón Gunnar Bjarkan, 7.11.2008 kl. 09:36
Öll þessi umræða um nýjan gjaldmiðil er orðin svolítið skrýtin. Menn tala margir eins og hörmunguarnar séu krónunni að kenna þó að þær séu mannanna verk. Auðvitað hefði verið flott að vera kominn með sterkan gjaldmiðil fyrir 2-3 árum. En núna er hin alþjóðlega fjármálastarfsemi íslensku bankanna hrunin og of seint að taka upp evru þeirra vegna.
Nýr gjaldmiðill mun ekki hjálpa neitt næstu misserin meðan við bröltum á fætur eftir fallið mikla. Það eru einhver ár í að svo geti orðið. Innganga í ESB er ekki raunhæf heldur á allra næstu misserum og er aldeilis örugglega ekki lausnin á þeim bráðavanda sem nú þarf að leysa.
Það að tala um ESB og evru (eða norska krónu) sem patentlausn á vandnum sem við blasir í dag er eins og að stinga hausnum í sandinn. Það eina sem gildir næstu misseri er að halda atvinnulífinu gangandi, veiða fisk, framleiða ál, flytja út vörur og þjónustu, flytja inn túrista; þ.e. skapa gjaldeyristekjur. Á meðan sú uppbygging stendur yfir er krónan ekkert hættuleg. Tímann má svo nota af skynsemi til að undirbúa upptöku sterkari gjaldmiðils þegar við erum í stakk búin til þess.
Gestur H (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 12:54
Afhverju segirðu að innganga í ESB sé ekki raunhæf? Við gætum verið kominn þangað inn innan við árs frá aðildarviðræðum.
Að taka upp evruna er hinsvegar annað og þarf auðvitað að vera einhverskonar regla á þjóðarbúskapnum okkar áður en við fáum að taka hana upp.
En það er góð ástæða fyrir því að efnahagir þurfa að vera í jafnvægi til að taka upp gjaldmiðla og það er einmitt ástæðan fyrir því að ég held að Normenn kæri sig einfaldlega ekkert um að hefja myntstarf við íslendinga. Það er enginn út í heimi sem vill eiga viðskipti með íslensku krónuna vegna þess að treysta okkur ekki, ef við tökum síðan upp norsku krónuna án þess að við séum búnir að ná jafnvægi í þjóðarbúskapnum, þá fara menn bara að vantreysta norsku krónunni út í heimi. Myntsamstarf við Normenn er ekki raunverulegur möguleiki einfaldlega vegna þess að Normenn kæra sig ekki um það.
Jón Gunnar Bjarkan, 7.11.2008 kl. 13:37
Auðvitað er eyðilegging íslensku krónunnar bönkunum og stjórnvöldum að kenna, engum öðrum. Eins og staðan er nú sé ég ekki að aðild að Evrópusambandinu breyti neinu. En það gæti skipt almenning máli hér á landi að fá erlendan gjaldmiðil í hendurnar sem kaupeyri. Um leið væri hægt að grípa til róttækra aðgerða við hagstjórn lýðveldisins. Um það þyrfti að skapa þjóðarsátt.
Vinnubrögð stjórnvalda eru fólki vart sæmandi. Í raun upplifum við nú hamfarir af völdum fárra einstaklinga og líkja má þeim við stríðstíma. Þess vegna þarf nú samráð og hugmyndir í stað pukurs og launráða.
Úr því að ég er á annað borð farinn að tjá mig um sjálfs mín skrif og athugasemdir annarra þætti mér nú rétt að ýmis almannasamtök blésu nú til sóknar og efndu til jafnréttisþings þar sem farið yrði í saumana á þeim breytingum sem við viljum sjá þegar nýtt Ísland verður byggt upp. Samtök eins og Öryrkjabandalagið og Alþýðusambandið ættu að hafa forystu í þessu máli.
Arnþór Helgason, 7.11.2008 kl. 14:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.