Í febrúar vissi bankaráð Seðlabankans að bankarnir voru komnir í hengingaról vegna vaxtaálags.
Í mars lögðust tveir ráðherrar ríkisstjórnar Íslands í víking með útrásarforkólfum til þess að efna til blekkinga um stöðu íslensku bankanna.
Skömmu áður en ráðherra ríkisstjórnarinnar fór ásamt fríðu föruneyti á Ólympíuleikana taldi hann (hún) óþarft að efna til skyndiþings til þess að ræða aðsteðjandi vanda.
Í september virtist breski fjármálaráðherrann vita meira um yfirvofandi hættu en íslenskur ráðherra sem sat á rökstólum við hann og fleiri suður á Englandi.
Í Kastljóssi sjónvarpsins fyrir nokkru þóttist þessi sami ráðherra ekki skilja í hvað Alister Darling væri að vitna.
Þótt þessi upptaling sýni að flestir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafi meira eða minna farið með blekkingar, ef til vill í misskilinni varfærni sinni og í þeim tilgangi að hlífa bönkunum, er þó greinilegt að þeir eru trausti rúnir. Enginn þeirra getur kallast vammi firrtur.
Nú er ekki í tísku á Íslandi að segja af sér fyrr en í fulla hnefana. En hvað gera flokksmenn þeirra á vetri komanda? Og skyldi jafnframt ekki verða endurnýjuð forysta Framsóknarflokksins? Hann átti þó einna drýgstan þátt í að opna gáttir þessa foraðs se nú hefur fært hér sitthvað á bólakaf.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 8.11.2008 | 10:56 (breytt kl. 11:14) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þeir halda bara að enn sé hægt að blekkja okkur.
þeir gerir sér ekkert grein því fyrir að þjóðin er kominn á fætur.
Heidi Strand, 8.11.2008 kl. 11:37
Bjarni Ármanns á að hafa sagt í lokuðum hópi fjárfesta í febrúar að staða allra bankana væri tvísýn vegna skuldsetningar og stöðugt hækkandi skuldatrygginga og lánsfjárskorts. Ráðlagði þeim að selja bréf sín. Sagði að ráðamenn væru í þeirri stöðu að gera annað hvort að segja sannleikann og flýta þannig fyrir falli bankann eða að bíða sjá hvort þetta reddaðist ekki. Ráðherrar völdu síðari kostinn og eru enn á því að segja ósatt í von um að úr rætist. Geir H. lýgur núna um raunverulega stöðu landsins. Engin von um erlend lán meðan innlánseigendum/lánardrottnum er mismunað eftir þjóðerni.
Hriflungur (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 20:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.