Magnaður fundur á Austurvelli

Fundurinn á Austurvelli í gær var magnþrunginn. Þrír ræðumenn, þau Ragnheiður Gestsdóttir, Sigurbjörn Árnadóttir og Einar Már Guðmundsson, fluttu hvert öðru betri ræður þar sem reiði þeirra og andstyggð á yfirdrepsskap, gróðafíkn og græðgi var áberandi.

Hörður Torfason stýrði fundinum af stakri prúðmennsku og reisn.

Bifhjólamenn og ungir róttæklingar settu fremur leiðinlegan svip á þessi friðsömu motmæli en þeim var nokkur vorkunn. Uppátækin veiktu þó malstað þeirra.

Ég hljóðritaði fundinn og get vonandi gert honum einhver skil á öðrum vettvangi. Hljóðmyndin var stórkostleg þótt í einómi væri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband