Nú er lag fyrir fjölmennustu heildarsamtök landsins að stilla saman strengi sína og blása til alþýðuþings. Hlutverk þingsins ætti að verða að búa til réttláta tryggingalöggjöf sem tekur á málum þeirra sem höllum fæti hafa staðið í samfélaginu.
Þá ætti að tryggja rétt allra til aðgengis að þjóðfélaginu á öllum sviðum. Slík vinna var hafin á vegum Félagsmálaráðuneytisins fyrir nokkrum árum en svo virðist sem starfið hafi einhvern veginn dagað uppi.
Einstakir hópar neytenda ættu að verða færir um að setja fram fullmótaðar hugmyndir um skipan mála í aðdraganda kosninga sem hljóta að fara fram innan skamms. Á grunni þeirra væri hægt að hefja nýtt löggjafarstarf.
Sjálfstæðis- og framsóknarmenn eyðilögðu kerfi almannatrygginga með skipulögðum hætti. Hrinda verður oki misréttisins af þegnum þessa lands og tryggja að Íslendingar geti búið hér við sem jöfnust kjör.
Mér er sagt að stjórnendur Öryrkjabandalags Íslands hugsi nú einna helst um ímyndarvinnu. Ímynd bandalagsins verður því verri sem minna heyrist í forystu þess. Það hefur svo rækilega tekist að þagga niður í Öryrkjabandalagi Íslands sem hagsmunasamtökum að lítt eða ekki er minnst á hagsmuni fatlaðs fólks þegar rætt er um kreppuástandið. Jafnrétti kynjanna og óttinn við útlendingahatur er það sem upp úr stendur auk óttinn við að ævisparnaður aldraðra færi fyrir lítið. Hvað um réttlátari löggjöf og betra aðgengi? Dæmi um sinnuleysið er t.d. það að fréttamannafundir ríkisstjórnarinnar skuli haldnir í Ráðherrabústaðnum við tjarnargötu. Hvað ef Fréttablaðið réði nú blaðamann í hjólastól?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 10.11.2008 | 14:04 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 319759
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Arnþór.Tek undir hvert orð hér framanskrifað.Ég held að við fáum"heiðarlegra"þjóðfélag í komandi framtíð.Það eru að koma allslags mál upp á yfirborðið sem ekki hafa þolað dagsljósið.Vonandi verða sekir sakfelldir.Kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 10.11.2008 kl. 22:07
Nú rétt í þessu voru að berast ábendingar frá OECD að ef að Ríkisstjórnin víkji ekki frá nú þegar sé staða okkar sú skelfilegasta sem menn hafa séð gerast í vestrænu ríki síðan í seinni heimstyrjöldinni!
Núna sem aldrei fyrr verðum við að standa saman og láta allan heiminn vita af því að við íslendingar látum ekki bjóða okkur meir en komið er af skelfilegum atburðum sem einkennast af spillingu, valdagræðgi
og hroka yfirvalda sem hafa sett okkur út á kaldan klaka og er nú mest umhugað að bjarga eigin skinni en ekki hagsmunum hins almenna íslendings. Viljum við leyfa þeim að halda þessu ÁFRAM? Er ekki komið nóg? Erlend stjórnvöld og stofnanir vilja ekki lána okkur peninga þar sem þeir treysta ekki núverandi Ríkisstjórn. Þetta kostar okkur gífurlegar fjárhæðir með hverri mínútu sem líður og menn vilja ekki víkja vegna ótta við að upp komist um spillinguna sem þeir halda utan um. Hverju höfum við að tapa? Erum ekki nú þegar rúin trausti og orðin gjaldþrota, er það ekki nóg? Eftir hverju erum við að bíða?
Hvetjið alla - alla til að mæta, taka sér hádegishlé og sýna samstöðu.
Friðsamleg Mótmæli við Alþingishúsið klukkan á morgun, miðvikudag, klukkan 12:00!
Tökum höndum saman og myndum SKJALDBORG utan um Alþingishús okkar íslendinga!
Ríkisstjórnin víki Nú Þegar!
S.R (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.