Kæra Jóns Ásgeirs

Stjórnmálamenn eru í erfiðri aðstöðu þessa dagana. Sumir þeirra eins og Ágúst Ólafur Ágústsson, hafa yfir sér heiðarlegt yfirbragð enda er Ágúst Ólafur tæplega orðinn nógu aldinn að árum til þess að verða gjörspilltur.

Þegar maður leiðir hugann að þeirri stöðu sem íslenskir fjölmiðlar eru komnir í verður því ekki neitað að eðlilegt er að stjórnvöld vilji fá að vita hvernig kaupin gerast á eyrinni og því er ekki óeðlilegt að menn vilji fá það staðfest hvernig að kaupum Jóns Ásgeirs á fjölmiðlahluta 365 og þar með drjúgum hlut í Árvakri verður staðið. Þá er einkennilegt hvað Samkeppniseftirlitið er lengi að afgreiða þetta mál.

Þótt Landsbankinn og Jón Ásgeir geti hugsanlega lengt líf Árvakurs verður samt að telja óeðlilegt að bankinn auki skuldastöðu eins manns með þessum gjörningi. Eða er ef til vill ætlunin að bankinn nái undirtökunum með þessum hætti?

Í þjóðfélaginu er staðan sú að leynimakk og pukur á ekki lengur heima. Því er eðlilegt að viðskiptanefnd Alþingis krefjist svara. Hótanir Jóns Ásgeirs og lögmanns hans eru vindhögg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband