Ríkisstjórnin hindrar upplýsta umræðu

Enn versnar hlutur ríkisstjórnarinnar. Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttamaður Ríkisútvarpsins, minnti á það í hádegisfréttum að ríkisstjórnin hefði ekki séð ástæðu til að greina þjóðinni frá því að Íslendingar hefðu fallist á gerðardóm í Icesave-málinu og sagt sig síðan frá dómnum. Var flutt hljóðrit þar sem Geir Haarde lýsti því að fá þyrfti óhlutdrægan aðila til að dæma í málinu eða skjóta því í gerð. Hljóðritið var frá 7. nóvember.

Geir talaði þar eins og gerðardómurinn hefði aldrei komið til umræðu. Þar með sagði hann í raun ósatt.

Árni Mathiesen talaði við fréttamann útvarpsins í lélegum síma í stað þess að gefa sér tíma til að skýra málið öðruvísi en á hlaupum.

Það hefur vakið athygli að fjármálaráðherra er aldrei hleypt á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og er eins og að hann sé einhvers konar peð í fjármálum ríkisins. Það hefur líka vakið athygli að það er sem ríkisstjórnin vilji koma í veg fyrir upplýsta umræðu í landinu með því að miðla sem minnstum upplýsingum til almennings.

Flestir sem fjalla um kreppuna þreifa sig áfram eins og sjáandi maður í niðamyrkri. Á meðan sitja ráðherrar og brosa af meðaumkun með lýðnum sem veit ekki neitt. Þeir sitja á upplýsingum eins og ormar á gulli.

Hver verður til að rjúfa þögn ráðherranna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Rétt hjá þér, Arnþór.

Sennilega hafa ráðamenn ekki næga tilfinningu fyrir því að þeir hafi skyldum að gegna við almenning. Þeir virðast líta svo á, að þeir séu einhvernveginn á hærra plani en pöpullinn.

Sennilega er þetta ekki annað en angi af þeim þroskaskorti sem einkennir opinbera stjórnsýslu á Íslandi.

Kær kveðja.

Kristján G. Arngrímsson, 13.11.2008 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband