Nýjungar í þágu blindra og sjonskertra

Í nýjustu útgáfu tímaritsins Accessworld sem gefið er út af bandarísku blindrasamtökunum er greint frá nokkrum skemmtilegum nýjungum.

KNF lesarinn er hugbúnaður sem settur er í Nokia N82 farsíma. Með þessum hugbúnaði er hægt að lesa ótrúlegustu hluti: tímarit, jafnvel dagblöð, nafnspjöld, bækur, blöð o.s.frv. Einnig les búnaðurinn bandaríska peningaseðla.

Umboðsfyrirtæki Kurzweil í Belgíu hefur umboð fyrir Norðurlönd og hefur haft góð orð um að hugbúnaðurinn verði íslenskaður. Hann er væntanlegur á norsku innan skamms.

Þá er fjallað um skjálesarann Voiceover sem fylgir Macintosh stýrikerfinu. Miklar umbætur hafa verið gerðar á hugbúnaðinum sem gera blindum notendum kleift að vinna flest sem hægt er að nýta tölvuna til. Þó veit ég ekki um myndvinnslu. ´'Ég man ekki betur en talgervillinn Snorri gnagi með þessum Voice over hugbúnaði.

Þá er í blaðinu einnig fjallað um næstu útgáfu Itune forritsins, en frá og með áramótum verður útgáfa 8 aðgengileg blindum notendum og stefnt er að því að allar Itunes-verslanir verði aðgengilegar blindu fólki í júní árið 2009.

Nú er einungis eftir að vita hvernig tæknióðir, blindir Íslendingar, sem leita allra leiða til þess að spjara sig í samfélaginu, fara að því í kreppunni að fá nauðsynlegan hugbúnað. Hið opinbera þarf að taka sig mjög á ef það ætlar að standa jafnfætis öðrum Norðurlandaþjóðum við útvegun hjálpartækja.

Hér er slóðin á tímaritið handa þeim sem eru áhugasamir. http://www.afb.org/accessworld


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband