Um nokkurra ára skeið hefur Landsbókasafn Íslands veitt fólki aðgang á vefnum að blöðum og tímaritum. Er þetta ómetanleg heimild ýmsum sem þurfa að nota þessar heimildir við rannsóknir. Þá hefur almenningur tekið þessari nýjung fagnandi.
Við innlestur heimildanna er beitt svokölluðum ljóslestri (Optical Recognition) og verða því ýmsar villur í innlestrinum. Árangurinn er einna bestur á nýjustu blöðunum og tímaritunum.
Sá böggull hefur fylgt skammrifi að efni tímarita og blaða hefur ekki verið aðgengilegt þeim sem nota skjálesara. Nú er hins vegar að verða breyting þar á.
Landsbókasafnið mun innan skamms opna nýjan vef þar sem fólki gefst kostur á að lesa textann sem ljósmyndaður hefur verið. Veitir þetta blindum og sjónskertum tölvunotendum aðgang að ýmsum heimildum sem hafa hingað til verið óaðgengilegar.
Slóðin er
http://new.timarit.is
Eru lesendur hvattir til þess að skoða þennan aðgang og gera athugasemdir ef einhverjar eru.
Ég minnist þess að í sumar fann ég stundum til þess að hafa ekki aðgang að blöðum og tímaritum sem höfðu verið lesin inn á vegum Landsbókasafnsins. Er slíkur aðgangur ómetanlegur þeim sem fást við blaðamennsku. Kom ég því þeirri spurningu áleiðis til Landsbókasafnsins hvort unnt væri að birta texta blaðanna í stað myndanna eingöngu. Starfsmenn safnsins hafa brugðið við og leyst að mestu þennan vanda. Ber þetta vott um einstaka lipurð og víðsýni í starfi.
Skert aðgengi veldur mörgu fólki fötlun sem varla fyndi til skerðingar sinnar ef hugað væri að öllum þáttum aðgengisins. Á því Landsbókasafnið hrós skilið fyrir þetta einstaka framtak.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Menning og listir, Tölvur og tækni, Vefurinn | 14.11.2008 | 15:51 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.