Samkeppniseftirlitið og Ríkisútvarpið

Álit Samkeppniseftirlitsins um auglýsingastefnu Ríkisútvarpsins er mikill áfellisdómur við fyrstu sýn. En er þar allt sem sýnist?

Ríkisútvarpið er gagnrýnt fyrir afslátt og undirboð. Ég hef ekki heyrt um neinn íslenskan fjölmiðil sem ástundar ekki undirboð og afslátt þegar þannig ber við. Nýjasta dæmið er sjónvarpsstöð Ingva Hrafns sem býður vildarkjör, auglýsi menn nógu oft og Útvarp Saga er heldur ekki undanskilin.

Ég hef stundum spurt mig þeirrar spurningar hvar starfsmenn Samkeppniseftirlitsins hafi lært fræði sín og hvort þau samrýmist þeim raunveruleika sem lítil hagkerfi og smáþjóðir búa við. Útrásarvíkingarnir skildu hann ekki og nokkur hluti Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar hafa engan skilning á honum að maður tali nú ekki um Framsóknarflokkinn.

Þegar settar verða leikreglur um auglýsingamarkaðinn verður að gæta þess að eini fjölmiðillinn, sem er rekinn í þágu almennings en ekki ágóða, verði ekki hrakinn út í horn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur að undanförnu valdið nægilegri eyðileggingu þótt Ríkisútvarpið bætist ekki við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Veit ekki hvernig þetta samkeppnisapparat vinnur. Eitt þótti mér alltaf súrt við fjölgun þessara frjálsu stöðva,að missa enska boltann eina sem mér og manni mínum(hann var með alzheimer)fannst afslappandi að horfa á,núna búta þeir þetta efni niður,eftir því hvort leikið er í bikar eða deild,Sport1.2,3 og 4 og síðan kemur spánski boltinn. Takk fyrir.

Helga Kristjánsdóttir, 16.11.2008 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband