Ný neyðarlög um kvótakerfið

Nú eiga þingmenn úr öllum flokkum að sammælast um algeran uppskurð á kótakerfinu. Skila á auðlindinni til þjóðarinnar og taka upp nýtt leigufyrirkomulag.

Nokkrar fjölskyldur hér á landi leigja frá sér kvótann og lifa af afrakstrinum. Þannig hirða þær arðinn af því sem þeim var fengið upphaflega vegna veiðireynslu eða vegna þess sem þær hafa getað keypt af öðrum.

Þeir sem róa ekki eiga heldur ekki að njóta arðráns sem stundað er með því að okra á þeim sem afla gjaldeyris. Krafan um afnám þessa kerfis verður æ háværari sem lengra líður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Sammála Arnþór.  Og það þarf líka að afnema verðtryggingar svikamylluna sem  var sett á í Ólafslögunum forðum.  Í skjóli hennar hefur farið fram ómæld eignatilfærsla á undanförnum áratugum.  Svo þarf líka að  snúa frá þessari  ,,dásamlegu" skattastefnu sem hér hefur verið við lýði undanfarin ár, sem felst í því að færa skattbyrðina af hátekjufólki yfir á lálaunastéttirnar.

Þórir Kjartansson, 16.11.2008 kl. 11:49

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

og taka upp allar jarðir og endur útdeila þeim og svo í kjölfarið á að þjóðnýta allar innistæður og nota til að borga reikninga ríkissins og ofan á það á ríkið að leigja öllum landsmönnum húsnæði. fólk á ekki að eiga hús. það er bara helvítis kapítalismi.

Fannar frá Rifi, 16.11.2008 kl. 19:26

3 identicon

Afhverju eru sumir svona fastir á að verja þetta kerfi. Kvótakarlar kannski?

Magnús Einarsson (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 21:00

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

kannski útaf því að það virkar betur en kerfð sem var á undann? hvernig var aftur reksturinn á útgerð fyrir 1986? einhver sem er tilbúinn að rifja það upp?

Fannar frá Rifi, 16.11.2008 kl. 21:03

5 Smámynd: Vigfús Davíðsson

Fannar kvótakerfið var sett 'a til að byggja upp fiskistofnanna . Ekki útríma þeim. Þetta er bara brask kerfi.

Vigfús Davíðsson, 16.11.2008 kl. 22:06

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er ekki hægt að þjóðnýta kvótann eftir að lánardrottnar íslensku bankanna eru búnir að eignast hann.

Theódór Norðkvist, 16.11.2008 kl. 22:24

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Fannar er komin af duglegum sjómönnum og útgeramönnum af Snæfellsnesi. Þetta er sómafólk og ég vil því vel og er handviss um að þau myndu spjara sig vel í sóknarkerfi, sem hefur marga kosti umfram aflamark.  T.d. er auðveldara að ákvarða stofnstærðir og betri nýting fæst á staðbundnum stofnum auk þess sem brottkast myndi hverfa. Það sjá allir að núverandi kerfi gengur ekki  og við eigum að vera óhrædd við að velt við steinnum. Líka þú Fannar, ég er mjög langt því frá að vera kommúnisti og hef aldrei fallið fyrir þeirri hugmynd að ríkið fari að leiga út kvóta. Það er öllum í hag að sjávarútvegurinn gangi vel og menn mega ekki líta á hverja aðra sem andstæðinga þó þeir vilji skoða hvað betur mætti fara. 

Sigurður Þórðarson, 17.11.2008 kl. 02:15

8 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hverjar eru þessar fjölskyldur Arnþór ? Hafa þær fengið allt gefins ? Hvaðan kom sú gjöf og hver gaf ? Höfðu þær ekkert til unnið ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.11.2008 kl. 03:00

9 Smámynd: Johnny Bravo

Allur kvótinn er veðsettur og þá tapa bankarnir þeim peningum væntanlega, ef um það er hlutafélag allavega.

En kerfið er ósamgjarnt, en erfitt að breyta eftir að sumir keyptu þessi réttindi?

Hvernig er með land finnst þér ekki ósamgjarnt að sumir hafi komið fyrr til landsins og náð að taka það eignarnámi og aðrir hafa náð að kaupa sér það og eru að hirða það sem þjóðin á Ísland?

Einnig finnst mér sjómenn fá of mikið í sinn hlut og ekki nógu jafnt, þeir eiga bara að vera launamenn og fá sama og við hin í laun 4-5mil. fyrir skatt á ári.

Einn möguleikinn væri að bæjarfélöginn væru með útgerðirnar, ættu allavega kvótann og leigðu gegn því að gert væri út frá bænum og allir sem ynnu hjá fyrirtækinu væru með lögheimili í þorpinu. Það kostar ekkert rosalega mikið að kaupa eitthvað og leigja það út, eða vera með langtíma leigu og endurleigja það áfram.

Johnny Bravo, 17.11.2008 kl. 07:27

10 identicon

Athugið að nú er talað um að erlendir kröfuhafar eignist hlut í íslensku bönkunum upp í skuldir - þá eignast þeir kvótann ásamt fleiru - eða öllu, því allt atvinnulífið er skuldsett og einstaklingarnir líka. Er það eintóm vænissýki að láta sér detta í hug að einhverjum sé í hag að láta Ísland fara á hausinn? Hvað eigum við sem aðrir gætu kannski alveg hugsað sér að krækja í?

Ragnheiður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband