Mesta vandamál íslenska hagkerfisins

Ég hef áður sagt söguna af 15 ára gömlum dreng sem svaraði í símann fyrir u.þ.b. 10 árum og svaraði þá einhverri skoðanakönnun. Hann var spurður hvert væri mesta vandamál Íslendinga. "Davíð Oddsson," svaraði strákur.

Hvað sem öðru líður persónugerist vandi Íslendinga í Davíð Oddssyni. Í Silfri Egils í gær var greint frá því hvernig Davíð, Geir Haarde og Halldór Ásgrímsson skiptu í raun bönkunum á milli tveggja hópa og hvernig þáverandi forsætisráðherra lét afvegaleiða sig í einkavæðingunni. Halldór fylgdi með og dró um leið Framsóknarflokkinn niður í svaðið.

Eftir að Davíð hætti sem forsætisráðherra varð hann utanríkisráðherra og sagt er að honum hafi leiðst það starf. Þá varð hann seðlabankastjóri.

Davíð sem seðlabankastjóri Íslendinga er eins og Pútín í sæti forsætisráðherra Rússlands. Kunningjar hans, Geir og Árni Mathiesen, eru forsætis- og viðskiptaráðherrar og hver sem eitthvað þekkir til Davíðs veit að hann heldur áfram að ráða því sem hann vill á bak við tjöldin. Að minnsta kosti er augljóst að fjármálaráðherrann er alger leikbrúða í því tafli sem leikið er. Það er t.d. eftirtektarvert að hann kemur ALDREI fram þegar þarf að fjalla um fjármálavanda Íslands frá grunni. Geir neitar að horfast í augu við hagstjórnarmistök Seðlabankans vegna þess að þá viðurkenndi hann um leið eigin mistök og erfitt er að hrófla við vinum sínum. Það gæti hefnt sín.Mesti vandi Íslendinga eru spillt kunningjatengsl sem hafa myndað ákveðna valdaklíku sem gætir sérhagsmuna útvalinna gæðinga. Ég leyfi mer að halda þessu fram þar til annað kemur í ljós.

Og þetta heldur áfram. Þannig eru tengsl nýrra bankaráðsmanna við stjórnmálaflokkana augljós öllum og eru þar stjórnarflokkarnir ekki undanskildir. Má vera að sumir bankaráðsmenn láti fremur samviskuna ráða en sérgæðingsháttinn. Það kemur brátt í ljós.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband