Síðbúin skilaboð að handan til framsóknarmanna

Ég hef haft áhuga á dulrænum fyrirbærum um árabil og stundum haft ánægju af því sem við hefur borið.

Fyrir nokkrum árum var okkur hjónum boðið á miðilsfund. Komu þar ýmsir fram og þar á meðal Helgi Benediktsson, útgerðarmaður frá Vestmannaeyjum. Ræddum við feðgar margt og þar á meðal Framsóknarflokkinn.

"Já," sagði hann. "Það vantar persónur í þann flokk."

Ég trúði því aldrei að Guðna Ágústssyni tækist að sameina flokkinn þegar hann varð formaður. Til þess voru innviðirnir of feysknir og byrðingurinn sprunginn.

Ég hef átt góð samskipti við Guðna Ágústsson og hann er drengur góður. Honum eru sendar hlýjar kveðjur með óskum um farsæld honum til handa og fjölskyldunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband