Í veikleikanum er ímyndaður styrkur

Forsætisráðherra hefur opinberað veikleika sinn með þeim hætti að fá norskan hernaðarráðgjafa til samstarfs. Í stað þess að auðvelda fréttaflutning af blaðamannafundum hefur verið brugðið á það ráð að torvelda hann með því að seinka fundunum. Áðan var fundurinn í Þjóðmenningarhúsinu haldinn kl. 17. Áður voru fundirnir kl. 16 og þar áður kl. 15.

Þessi uppljóstrun verður einungis til þess að efla andúð ef ekki andstyggð almennings á stjórnvöldum og opinbera slæma samvisku og heigulshátt forstjóra Fjármálaeftirlitsins sem hefur einungis veitt fjölmiðli eitt viðtal svo að undirritaður viti. Íslenskir blaðamenn eru hinsvegar skjótvirkir og kunna að bregðast við slíkum aðstæðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband