Agnes hefur stundum áður klórað hrúðrið af ósómasárum svindilbrasks á Íslandi. Í fyrra gengu nokkrir útgerðarmenn af göflunum vegna greina sem hún skrifaði um löndun framhjá kvóta en engum þeirra tókst að sanna að hún færi með ósatt mál.
Nú eru íslenskir bankar orðnir að almenningsstofnunum. Þegar milljarðar eru annars vegar dugar engin bankaleynd. Almenningur eða í minnsta lagi stjórnvöld og þingnefndir eiga rétt á að fá óheftan aðgang að þeim gögnum sem liggja til grundvallar lánum til einstaklinga og þeim tryggingum sem settar eru. Því lýsi ég mig sammála Birni Bjarnasyni um afnám bankaleyndarinnar.
Ég hef áður vitnað í orð Maos sem sagði að enginn skóli þrifist bak við læstar dyr. Hið sama á nú við um íslensku bankana. Og létta verður leyndinni af því sem gerst hefur þar undanfarin ár til þess að réttir menn verði sóttir til saka fyrir það sem þeir hafa gert þjóðinni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 23.11.2008 | 20:27 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í fyrstu atrennu hét það að verið væri að snuðra um einkamál Jóns Ásgeirs, það er þegar hann fékk einn og hálfan milljarð lánaðan mitt í brunarústum bankahrunsins til að "taka léttan Rupert Murdoch" á íslenskum fjölmiðlum. Núna er það óviðeigandi að greina frá því að stærstu eigendur bankans hafa umgengist hann sem sína einkaeign.
Hætt er við að þetta hafi viðgengist í Landsbankanum líka, þannig að verulega stórar upphæðir voru lánaðar til fyrirtækja sem eigendur bankans áttu eða fyrirtækja sem gátu notað fyrirtæki Björgúlfanna sem veð. Þetta var mikil lipurð en kannski ekki hjálpsemi við dauðvona fyrirtæki.
Flosi Kristjánsson, 23.11.2008 kl. 20:46
Þetta er rétt hjá þér, Flosi. Kunningjasamfélagið og hvers konar samtryggingar voru algengar í bankakerfinu fyrr á tímum og versnuðu að ýmsu leyti við einkavæðingu bankanna í upphafi þessarar aldar. Margir vöruðu reyndar við þeirri leið sem farin var í einkavæðingunni þegar séð varð að þeir myndu lenda í höndunum á fámennri klíku sem vöðlaði þeim síðan saman og flækti í einum allsherjar köngulóarvef með gagnkvæmum tengslum, tengslatengslum og gagnkvæmum skilningi, virðingu, vináttu og ótta hver við annan. Þetta var verra en á Sturlungaöld. Þetta skiljum við, Flosi, mætavel því að við höfum greint ákveðnar tilvísanir í merkri bók Arnaldar Indriðasonar og ætti því ekki að verða skotaskuld úr því að leysa þessa köngulóarflækju ef okkur væri trúað fyrir því.
Arnþór Helgason, 23.11.2008 kl. 21:54
Ég er alveg sammála, aflétta ætti bankaleynd af öllum útlánum yfir 100 miljónum.
Ef okkur á að takast að endurreisa þetta þjóðfélag þurfum við að efla traust. Afnám bankaleyndar er einn liður í því.
Afsögn ráðamanna og embættismanna sem höfðu eitthvað með bankahrunið að gera er annar liður í því. Þó að sumir þeirra hafi kannski ekki verið brotlegir geta þeir ekki unnið það erfiða starf sem er framundan nema hafa traust.
Finnur Hrafn Jónsson, 24.11.2008 kl. 01:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.