Glæsilegir útskriftartónleikar Birnu Hallgrímsdóttur

Í gær vorum við hjónin viðstödd útskriftarhljómleika Birnu Hallgrímsdóttur, píanóleikara, en þeir voru haldnir í Salnum í Kópavogi. Á efnisskrá voru verk eftir Haydn, Janazék, Liszt og Debussy.

Ég hef verið svo heppinn að fá að fylgjast með Birnu undanfarin ár og heyra, oftastnær í dálítilli fjarlægð, hvernig henni hefur stöðugt farið fram, en við Birna búum í sama húsi. Á tónleikum hennar í gær var augljóst að hér er upprennandi stórlistamaður á ferðinni sem á eftir að þroskast og ná mun betri árangri, ef aðstæður leyfa.

Birna hóf tónleika sína með glæsilegri túlkun og lét greinilega tilfinningar ráða túlkun verkanna. Lokahnikkurinn var síðan Gleðieyja Debussys sem hún túlkaði glæsilega og má tvímælalaust halda því fram að þá hafi tónleikarnir náð hámarki.

(Í þessu verð ég fyrir nokkurri truflun, því að org mikil berast ofan af næstu hæð. Mér er þó rótt því að faðir Birnu er að fylgjast með fótbolta í sjónvarpinu og engin hætta á ferðum).

Mist Þorkelsdóttir, kennari og tónskáld, sagði að menn hefðu lengi vitað af hæfileikum Birnu Hallgrímsdóttur. Það væri hinsvegar mikils virði að fá að fylgjast með henni í tónleikaumhverfi og njóta þeirrar útgeislunar sem stafaði frá henni. Undir þetta skal tekið og hinni ungu tónlistarkonu fluttar hjartanlegar hamingjuóskir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tengill á síðu þína er kominn á www.blind.is undir tenglar - heimasíður félaga - Arnþór Helgason. Ef þú vilt ekki hafa tengilinn þar láttu mig vita.

KK
Nonni Sigurgeirs

Jón Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 26.4.2006 kl. 11:39

2 Smámynd: Sigríður Harðardóttir

Krækja á síðu þína er á blind.is (tenglar- heimasíður félaga). Láttu vita ef þú kærir þig ekki um það

Kær kveðja

Nonni Sigurgeirss

Sigríður Harðardóttir, 26.4.2006 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband