Fjórum árum síðar fékk hann til sín flokk manna sem hafði reynslu á báðum sviðum þjóðlífsins og var reiðubúinn að mynda helmingaskiptastjórn. Leiðtoginn réð þó mestu og óttuðust hann margir enda þótti vart heiglum hent að lenda í andstöðu við hann.
Þegar sveitarstjórnarmaðurinn komst til valda árið 1991 glöddust ýmsir og töldu að nú væri runninn upp nýr tími á Íslandi, tími frjálslyndis, glaðværðar og óheftrar frjálshyggju. Hafist var handa og á næstu 8 árum tókst að eyðileggja m.a. heilsteypt kerfi almannatrygginga svo að Ísland hvarf úr hópi vestrænna ríkja þar sem almannatryggingakerfið þótti til fyrirmyndar. Þær viðgerðir, sem fóru fram á kerfinu eftir að samtökum fatlaðra var nóg boðið, leiddu þó ekki til þess að kerfið næði fyri reisn til fulls.
Það er m.a. ráðríki sveitarstjórnarmannsins að kenna að við eigum enga þjóðhagsstofnun og eðlileg, pólitísk umræða var drepin í dróma um nokkurt skeið. Meira að segja birtust greinar um það í dagblöðum og fólk hvíslaði um það sín á milli að eitthvert ógnarvald hefði lagst á skoðanafrelsi landsmanna. Hver sú mara var virtist enginn þora að nefna uphátt.
Sá, sem nú stýrir þjóðarskútunni, virðist ekki þora að skera burtu þau mein sem nú hrjá íslenskt samfélag og skerða hæfni stjórnar landsins. Ráðherarnir, sem sofnuðu á verðinum, telja sig ekki eiga að segja af sér fyrr en þáttur þeirra í hruninu hafi komið í ljós og ekki er hægt að endurnýja umboð vissra stjórnenda vegna vinatengsla.
Ég dáðist á sínum tíma að framgöngu viðskiptaráðherra en óttaðist brátt ýmsar yfirlýsingar hans. Ég hélt að hann væri maður nýrra tíma og taldi víst að hann axlaði ábyrgð með því að víkja fyrir öðrum manni sem ekki hefði komið nærri þeim atburðum sem leitt hafa til þess ófarnaðar sem Íslendingar hafa beðið.
Ég ítreka það sem komið hefur fram á þessum síðum að ráðherrar fjármála og viðskipta væru menn að meiri ef þeir öxluðu sín skinn og hyrfu úr ríkisstjórninni. Hún stæði sterkari eftir. Í raun yrði kostur hennar bestur ef hún segði af sér og mynduð yrði utanþingsstjórn sem tækist á við þann vanda sem nú sverfur að landsmönnum og hefði til þess atbeina Alþingis.
Stefnumótun látin í hendur annarra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 30.11.2008 | 15:24 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.