Indverskir ráðherrar ábyrgari hinum íslensku

Það virðist hafa farið framhjá íslenskum fjölmiðlum að innanríkisráðherra Indlands sagði af sér í gær. Ástæðan var sú að komið hafði í ljós að indverskum stjórnvöldum barst vitneskja um fyrirhugaða árás hryðjuverkamanna. Vitað var hvar þá bæri að landi og hvernig. Stjórnvöd aðhöfðust næsta lítið.

Þótt hrun íslensku bankanna hafi ekki borið að alveg með sama hætti höfðu stjórnvöld þó verið vöruð við.

Ráðherrar viðskipta og fjármála á Íslandi sitja hins vegar sem fastast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef hryðjuverkaárás yrði gerð á Íslandi myndu núsitjandi (fastsitjandi) stjórnvöld bara segja að þau bæru enga ábyrgð af því að þau hefðu ekki kveikt í sprengjunni - jafnvel þótt þau hefðu leyft sprengjusölu og staðið fyrir námskeiðum um meðhöndlun slíkra tóla ...

Ragnheiður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 10:48

2 identicon

Þetta fór nú reyndar ekki framhjá okkur, RÚV stendur vaktina ;)

http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item239689/

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 11:05

3 identicon

Úbbs, vitlaus frétt reyndar, hér er eldri fréttin:

http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item239609/

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband